fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Gracia hissa: ,,Besta tímabil í sögu Watford“

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. september 2019 11:00

Javi Gracia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javi Gracia var rekinn frá Watford um helgina en það er ákvörðun sem kom mörgum í opna skjöldu.

Watford endaði í 11. sæti úrvalsdeildarinnar undir stjórn Gracia á síðustu leiktíð og komst einnig í úrslit FA bikarsins.

Gracia var rekinn eftir slæma byrjun á þessari leiktíð og viðurkennir að hann sé heldur hissa.

,,Ég vil koma því á framfæri hversu hissa ég er eftir besta tímabil í sögu Watford,“ sagði Gracia.

,,Ég virði þessa ákvörðun og ítreka að samband mitt við eigendurna er frábært og það mun ekki breytast.“

,,Ég er þakklátur félaginu að leyfa mér að stýra því í ensku úrvalsdeildinni. Reynslan hefur verið frábær og nokkur sérstök augnablik eins og að komast í úrslit FA bikarsins.“

,,Ég vil þakka öllum sem vinna hjá félaginu og hafa gert mér auðvelt fyrir á hverjum degi.“

,,Að lokum vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn alveg frá fyrsta degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433
Í gær

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum