fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Andri segir KSÍ ekki bera virðingu fyrir konum: „Er þetta eitt­hvað annað en hrein óvirðing?“

433
Föstudaginn 28. júní 2019 09:10

K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Yrkill Valsson, blaðamaður á Morgunblaðinu vandar Knattspyrnusambandi Íslands ekki kveðjurnar, í bakverði blaðsins í dag.

Þar heldur hann því að dómarar sem hafa litla reynslu séu í raun látnir taka út sín mistök, hjá stelpum frekar en strákum.

,,Eft­ir að hafa farið aðeins ofan í kjöl­inn á dómgæsl­unni í efstu deild­um karla og kvenna í sum­ar fyr­ir þenn­an pist­il get ég ekki annað en velt því fyr­ir mér hvort leik­ir í kvenna­deild­inni séu notaðir sem til­rauna­vett­vang­ur um getu dóm­ara,“ skrifar Andri í bakverði blaðsins í dag.

,,Í efstu deild karla eru bún­ir 56 leik­ir í sum­ar sem dæmd­ir hafa verið af 11 dómur­um. Einn dæmdi sinn fyrsta leik í síðustu um­ferð, en ann­ars hef­ur eng­inn dæmt færri en fjóra leiki í deild­inni í sum­ar.“

Andri kafaði ofan í tölfræðina og sá muninn á reynslu dómara þar.

,,Í efstu deild kvenna eru bún­ir 35 leik­ir í sum­ar sem dæmd­ir hafa verið af 16 dómur­um. Fimm þeirra hafa dæmt aðeins einn leik og aðrir fimm hafa dæmt tvo leiki. Í síðustu um­ferð gerðist það í fyrsta sinn að dóm­ari sem hef­ur dæmt í efstu deild karla í sum­ar dæmdi í efstu deild kvenna.“

Hann segir KSÍ með þessu vera að bera óvirðingu fyrir konum, dómarar eigi frekar að gera mistök hjá stelpunum en strákunum.

,,Er þetta eitt­hvað annað en hrein óvirðing? Auðvitað þurfa dóm­ar­ar að byrja ein­hvers staðar til þess að kom­ast í fremstu röð og það tek­ur tíma að ná takti. En lít­ur KSÍ svo á að það sé betra að gera mis­tök í kvenna­bolt­an­um en karla­bolt­an­um? Hver er ástæðan fyr­ir þessu?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls