fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Var Óli Jó að búa til frétt?: ,,Auðvelt að sparka í liggjandi menn“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætti í viðtal um helgina eftir 1-0 sigur á Grindavík í Pepsi Max-deild karla.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Valsmenn en eftir leik þá var Ólafur spurður út í Birni Snæ Ingason sem var ekki í hóp um helgina.

Arnar Daði Arnarsson, blaðamaður Fótbolta.net, spurði Óla þá út í það hvort Birnir væri á leið í ÍBV.

Ólafur svaraði nei og bætti Arnar þá við hvort Birnir væri á förum. Ólafur kaus að svara þeirri spurningu ekki og þagði fyrir framan míkrafóninn.

Þetta viðtal var rætt í hlaðvarpsþættinum Sóknin í gær þar sem Hörður Snævar Jónsson og Hrafn Norðdahl fóru yfir máli.

Hörður segir að Ólafur hafi verið að búa til frétt með þessari hegðun og að það hefði verið auðveldara að bara svara spurningunni.

,,Í staðinn fyrir að búa til einhverja frétt fyrir alla og það sem fólk talar um eftir leik. Arnar spyr hvort Birnir sé að fara til ÍBV og Óli segir nei,“ sagði Hörður sem var við hlið Arnars.

,,Þá spyr Arnar hvort Birnir Snær sé ekki að fara neitt í sumar. Þá bara þagði Óli í staðinn fyrir að segja nei að hann fari ekki neitt. Þá væri það búið.“

,,Arnar ákvað að ganga á hann og spurði held ég þrisvar eða fjórum sinnum þar til Óli sagði að hann færi ekki. Þá var þetta orðið að einhverjum farsa. Það er auðvelt að sparka í liggjandi menn og Valsmenn eru svolítið liggjandi. Þeir eru stórveldi og búnir að dominera titlana hérna heima í fjögur ár. Þá eru fleiri fréttir af þeim gangi illa en að Grindavík sé með tíu stig.“

,,Óli hefði getað stýrt þessu betur með að svara spurningunni en þetta er ekki mál sem skiptir mig sérstaklega miklu máli.“

Hrafn tekur undir þessi ummæli og segir að Valsmenn verði að taka við spurningum og gagnrýni þessa dagana.

,,Þú ert með tvo landsliðsmenn og ert með leikmenn sem myndu byrja í flestum liðum sem eru utan hóps. Það má ræða það og þeir verða að taka því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Í gær

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United