fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Hringdi grátandi í mömmu og vildi koma heim: ,,Hann stal öllum peningunum mínum og ég vissi ekkert“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. júní 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho, leikmaður Chelsea, upplifði erfiða tíma á Ítalíu þegar hann var aðeins 15 ára gamall.

Jorginho er brasilískur að uppruna en hann var fenginn yfir til Ítalíu er hann var unglingur.

Þar samdi Jorginho við lið Verona og þurfti að lifa á aðeins 20 evrum í hverri viku.

Umboðsmaður leikmannsins fór illa með skjólstæðing sinn og fór restin af laununum beint í hans vasa.

,,Ég spilaði á móti í Brasilíu og það var umboðsmaður sem sá mig. Hann fór með mig í knattspyrnuskólann sinn,“ sagði Jorginho.

,,Hugmyndin hans var sú að ef hann sá góða leikmenn þá myndi hann taka þá með sér til Ítalíu.“

,,Það gerði hann með mig þegar ég var 15 ára gamall. Hann kom mér á reynslu til Verona og þeir sömdu við mig. Það var mjög auðvelt til að byrja með því ég var að upplifa drauminn.“

,,Ég komst í rútínuna, ég fór á æfingu, í skólann, heim. Það er það eina sem ég gerði í 18 mánuði.“

,,Ég fékk aðeins 20 evrur til að lifa á í hverri viku. Ég gat ekki gert neitt annað því það er ekki hægt fyrir svoleiðis peninga.“

,,Ég fór bara á æfingu og í skólann, það var erfitt. Verona var ekki í Serie A á þessum tíma og þeir voru ekki með unglingalið. Ég lék með liði í borginni sem hét Berretti.“

,,Ég kynntist þar öðrum Brasilíumanni og við urðum vinir. Hann spurði mig út í hvað ég væri að gera og hversu lengi ég hefði verið þarna.“

,,Ég sagði honum að ég væri að lifa á 20 evrum á viku. Hann sagði mér að eitthvað væri ekki rétt.“

,,Hann spurði nokkra spurninga og það kom í ljós að umboðsmaðurinn minn hafði verið að stela peningunum mínum og ég vissi ekki af því.“

,,Þá vildi ég gefast upp. Ég var miður mín og fékk nóg. Ég hringdi heim grátandi og sagði við mömmu að ég vildi koma heim og að ég vildi ekki spila fótbolta lengur.“

,,Hún sagði mér að hætta þessu, að ég væri svo nálægt þessu og að hún myndi ekki hleypa mér inn. Ég átti að halda áfram og vera sterkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Knattspyrnan fer aftur á stað á Íslandi á föstudaginn

Knattspyrnan fer aftur á stað á Íslandi á föstudaginn
433Sport
Í gær

Arnar segir það ósanngjarnt að þurfa að forðast fjölmenni – „„Hvað þýðir þetta? Er þetta eitt af skilyrðunum?“

Arnar segir það ósanngjarnt að þurfa að forðast fjölmenni – „„Hvað þýðir þetta? Er þetta eitt af skilyrðunum?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi kærasta knattspyrnustjörnu vekur athygli fyrir djarfar myndir

Fyrrverandi kærasta knattspyrnustjörnu vekur athygli fyrir djarfar myndir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg árás á dómara sem óttast um líf sitt – „Hann gæti komið með hníf og myrt dómarann á vellinum“

Hrottaleg árás á dómara sem óttast um líf sitt – „Hann gæti komið með hníf og myrt dómarann á vellinum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

KSÍ birtir drög að reglum fyrir fótboltann – Afar strangar og ítarlegar

KSÍ birtir drög að reglum fyrir fótboltann – Afar strangar og ítarlegar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ólafur fær Andra Rúnar til sín í Esbjerg

Ólafur fær Andra Rúnar til sín í Esbjerg
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ronaldo nálgast heimsmet Pelé

Ronaldo nálgast heimsmet Pelé
433Sport
Fyrir 4 dögum

Rúnar segir að smitin séu að gerast í veislunum – „Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu“

Rúnar segir að smitin séu að gerast í veislunum – „Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu“