fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Tyrkir ráðast á íslenskar heimasíður: Isavia í gær og grunur um vef KSÍ í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Samband þessara þjóða beið hnekki eftir meðferðina á landsliði okkar í Keflavík í fyrradag,“ skrifar blaðamaður Fanatik í upphafi fréttar sem hann birti í gærkvöldi.

Tyrkir eru í raun brjálaðir yfir móttökunum á Leifsstöð, þvottaburstinn frægi pirrar þá minna en biðin á vellinum. Liðið var í 80 mínútur að komast í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli.

Ástæðan var að liðið flaug frá Konya sem er ekki vottaður flugvöllur í Evrópu, því þurfti eftirlitið í Keflavík að vera meira en venjulega.

Tyrkir hafa herjað á íslenska fréttamenn og nú herja þeir á íslenskar heimasíður. Þannig varð vefur Isavia fyrir netárás í gær, hann var lengi vel niðri.

Í dag liggur svo grunur um það að vefur KSÍ hafi orðið fyrir árás frá Tyrklandi.

„Síðan liggur niðri og Advania er að greina vandann. Það lítur út fyrir að hún hafi orðið fyrir einhvers konar árás,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ við Vísir.is.

„Það lítur ekki út fyrir að síðan hafi verið hökkuð og öll gögn eiga að vera til staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“