Garðar Ingi Leifsson, leikmaður KV í 3. deld karla í fótbolta, á Íslandi, stóð við stóru orðin sín í gær. Garðar hafði lofað því að fá sér húðflúr, ef Tiger Woods, myndi vinna Masters mótið.
Tiger vann magnaðan sigur á þessu risamóti í golfi, þessi öflugi kylfingur hafði gengið í gegnum erfiða tíma, fáir sáu hann vinna risamót aftur.
,,Ég flúra á mig Tiger emoji ef hann lokar þessu,“ skrifaði Garðar á Twitter þegar mótið var í gangi.
Þegar sigur Tiger var í höfn, fóru vinir hans að pressa á hann, að standa við stóru orðin.
Það gerðst svo í gær og Garðar er nú með mynd af tígrisdýri á handleggnum. ,,Klappað og klárt, takk Tiger Woods,“ skrifaði Garðar á Twitter, flúrið má sjá hér að neðan.
Done deal. Thank you @TigerWoods ? pic.twitter.com/wZunTUqyoI
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) May 2, 2019