fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019
433Sport

Höskuldur að semja aftur við Blika: Vandræði hjá stjörnu liðsins sem gæti óvænt farið

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru heldur betur fréttir að berast úr Kópavoginum rétt áður en Pepsi-max deildin fer af stað á föstudag.

Hlaðvarpsþátturinn Dr. Football greindi frá því í kvöld að töluverðar breytingar væru að eiga sér stað í leikmannahópi Breiðabliks.

Kristján Óli Sigurðsson segir að bæði Arnar Sveinn Geirsson og Höskuldur Gunnlaugsson séu á leið til félagsins.

Höskuldur kemur til Blika aftur úr atvinnumennsku og Arnar hefur undanfarin ár leikið með Íslandsmeisturum Vals.

,,Það er allt að gerast. Menn ætla sér titilinn þarna í Kópavoginum, það er klárt,“ sagði Kristján í þættinum sem má nálgast hér.

,,Arnar Sveinn er að fara að krota undir og er kannski búinn að því núna þegar þetta er talað. Hann á að leysa hægri eða vinsti bakvörð.“

,,Svo er stærra og meira dæmi, Höskuldur Gunnlaugsson er að lenda á eyjunni fögru eftir einhverja daga og það er stórt fyrir Pepsi-deildina.“

Stjórnandi þáttarins, Hjörvar Hafliðason ræddi svo belgíska bakvörðinn Jonathan Hendrickx sem er á leiðinni heim samkvæmt hans heimildum.

,,Hendrickx er á leiðinni heim. Þeir eru ekkert að fá Arnar Svein því hann er frábær í klefa. Fáiði Halla og Ladda ef ykkur vantar frábæran gaur í klefann,“ sagði Hjörvar.

,,Hann er að fara heim. Hann er kominn með einhverja heimþrá. Það eru nokkrar vikur síðan ég heyrði þetta.“

,,Hann er bara leiður hérna og það getur gerst á bestu bæjum.“

Kristján var ekki sammála því að Hendrickx væri staðfest á förum en hann er samningsbundinn næstu tvö árin.

Kærasta Hendrickx er sögð vera með heimþrá og gæti Hendrickx þurft að elta hana heim til Belgíu.

,,Hann á kærustu sem er með smá heimþrá og hún getur þá bara farið heim. Það er nóg af konum hérna á Íslandi.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær Elías þurfti að sætta sig við fall

Frábær Elías þurfti að sætta sig við fall
433Sport
Í gær

Innkaupalisti Ferguson frá tíma hans hjá United lak út – Áhugaverð nöfn

Innkaupalisti Ferguson frá tíma hans hjá United lak út – Áhugaverð nöfn
433Sport
Í gær

Wayne Rooney brjálaður út í bróður sinn: Umdeildur maður á myndbandi – Sögusagnir um kókaín

Wayne Rooney brjálaður út í bróður sinn: Umdeildur maður á myndbandi – Sögusagnir um kókaín
433Sport
Í gær

Gary Martin sagan heldur áfram: Fékk ekki að mæta á æfingu Vals í gær

Gary Martin sagan heldur áfram: Fékk ekki að mæta á æfingu Vals í gær
433Sport
Í gær

Ljósið í myrkrinu á Hlíðarenda?: ,,Gary Martin myndi njóta góðs af því að hafa hann fyrir aftan sig“

Ljósið í myrkrinu á Hlíðarenda?: ,,Gary Martin myndi njóta góðs af því að hafa hann fyrir aftan sig“
433Sport
Í gær

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“