fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |
433Sport

Grétar Rafn er lykilmaður á bak við tjöldin hjá Everton: Mikið traust sett á þekkingu hans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson er að spila stórt hlutverk bak við tjöldin hjá Everton, frá þessu segir staðarblaðið í Bítlaborginni.

Grétar Rafn var ráðinn til starfa í desember hjá Everton, hann er yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Everton sótti Grétar til Fleetwood Town þar sem hann var yfirmaður knattspyrnumála.

Marcel Brands yfirmaður knattspyrnumála treystir Grétari vel, þeir þekktust fyrir og hafa áhrif Grétars sést á plönum Everton. Ef marka má fréttina.

Sagt er að Grétar eigi stóran þátt í því að velja hvaða leikmenn Everton kaupir í sumar, Brands setur traust sitt á Grétar þegar hann teiknar upp sumarið.

Grétar sér ekki bara um að finna leikmenn í Evrópu, heldur skoðar Everton einnig leikmenn í neðri deildum. Þar er Grétar sérfræðingur eftir dvölina hjá Fleetwood, hann veit hvar ungir og óslípaðir demantar gætu verið.

Grétar er sagður vera lykilmaður í öllum plönum Everton, hann Brands og Martyn Glover sem er yfirnjósnari á Bretlandseyjum ræða málin mikið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Magnaður Kolbeinn minnti á sig í Svíþjóð: Stórkostlegur í dag

Magnaður Kolbeinn minnti á sig í Svíþjóð: Stórkostlegur í dag
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Er sagður dónalegur en kennir fjölmiðlunum um: ,,Þeir skrifa bara eitthvað“

Er sagður dónalegur en kennir fjölmiðlunum um: ,,Þeir skrifa bara eitthvað“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta