

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður, er í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgarden.
Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld en Kolbeinn er án félags eftir að hafa yfirgefið lið Nantes í Frakklandi.
Kolbeinn hefur lítið spilað undanfarna mánuði en hann var í kuldanum hjá Nantes og fékk engar mínútur.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá hefur Kolbeinn fundað með stjórn Djurgarden og gæti hann gengið í raðir félagsins.,
Kolbeinn er 29 ára gamall en sænska úrvalsdeildin er að hefjast á ný og er spilað um næstu helgi.