

Það er ekkert leyndarmál að það hefur gengið illa hjá liði Huddersfield á tímabilinu á Englandi.
Huddersfield situr á botni úrvalsdeildarinnar en liðið hefur spilað þar undanfarin tvö tímabil.
Það er möguleiki á að fall Huddersfield verði staðfest á laugardag er liðið mætir Crystal Palace.
Ef sá leikur tapast og bæði Burnley og Wolves vinna sína leiki þá kveður Huddersfield deildina þetta árið.
Huddersfield er aðeins með 14 stig eftir 31 leik og hefur skorað 18 mörk í þeim leikjum sem er hræðilegur árangur.
Það er 11 mörkum minna en lið Fulham sem situr í næst neðsta sætinu, þremur stigum fyrir ofan.
Liðið er með einn sigur í síðustu fimm umferðum en sá sigur kom gegn Wolves í febrúar.