

Gylfi Þór Sigurðsson reynir að bera út boðskap Íslands í Liverpool, hann og liðsfélagi hans hjá Everton tóku að sér kennslu fyrir krakka í borginni.
Nokkrir krakkar fengu Gylfa og Kurt Zouma í heimsókn þar sem þeir ræddu við krakkana um landið sitt. Gylfi sagði krökkunum frá íslenskum siðum og fengu þau að spreyta sig á íslenskunni.
,,Það var gaman að hitta þá, ég held að þau hafi notið þessa líka,“ sagði Gylfi um heimsóknina.
,,Það er gott fyrir þau að kynnast öðrum þjóðum og tungumálum. Ég er pottþéttur á því að þetta var skemmtilegt fyrir þau.“
Gylfi segist muna sjálfur eftir því þegar hann hitti íslenska landliðsmenn, ungur að árum.
,,Ég man alveg eftir því þegar ég hitti leikmann sem var að spila fyrir landsliðið, ég leit upp til hans. Maður gleymir ekki svona augnablkum, þessir krakkar munu ekki gleyma þessum degi.“
? | When we invited a local primary school to USM Finch Farm for a Cultural Insight trip – and @KurtZouma and Gylfi Sigurdsson turned up as the teachers! ????? pic.twitter.com/PxyDH2jAhh
— Everton in the Community (@EITC) March 23, 2019