

Framherjinn geðþekki Gabby Agbonlahor hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 32 ára gamall.
Þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur í dag en hann hefur verið án félags síðan á síðasta ári.
Agbonlahor er markahæsti leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 75 mörk í 341 leik.
Agbonlahor lék með Villa frá 2005 til 2018 en kom aðeins við sögu í sex deildarleikjum á síðasta keppnistímabili.
Hann var í kjölfarið látinn fara í sumar og hefur ákveðið að kalla þetta gott frekar en að finna sér nýtt lið.
Agbonlahor fagnar 33 ára afmæli sínu í október en hann spilaði þrjá landsleiki fyrir England frá 2008 til 2009.