fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aganefnd KSÍ kom saman síðdegis í gær og fjallaði þar um mál Þórarinns Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar. Þórarinn Ingi hefur beðist afsökunar á fordómafullum ummælum sem hann lét falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnurnar og Leiknis um helgina. Aganefndin hefur ákveðið að dæma Þórarinn í aðeins eins leiks bann.

Þórarinn lét niðrandi ummæli falla um andlega heilsu Ingólfs sem vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann steig fram og ræddi opinskátt um baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi enn hann hefur lengi glímt við kvíðaröskun. Ingólfur þótti mikið efni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnusviðinu. Í leiknum nú um helgina missti Þórarinn eins og áður segir stjórn á sér. Sagði Þórarinn að Ingólfur ætti að hugsa um andlega heilsu sína og mun hafa uppnefnt hann í kjölfarið með vísun í veikindi hans. Heyrði dómari leiksins hvað Þórarinn sagði og var umsvifalaust vísað af velli.

Leiknir hefur sent frá sér yfirlýsingu um dóm KSÍ og eru ekki sáttir með niðurstöðuna. ,,Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segir í yfirlýsingunni.

,,Undanfarin misseri hafa leikmenn um allan heim stigið fram og talað opinskátt um baráttu sína við andleg veikindi. Tilgangurinn er að útrýma fordómum fyrir andlegum veikindum og opna umræðuna serstaklega fyrir unga menn. Við teljum einfaldlega að sú barátta sem unnin hefur verið í að útrýma fordómum gagnvart þeim veikindum sé með þessum úrskurði gefinn puttinn.“

Leiknir vonar að önnur félög taki dóm KSÍ ekki alvarlega og haldi áfram að berjast. ,,Við vonum að önnur knattspyrnufélög innan hreyfingarinnar taki ekki ákvörðun nefndarinnar til fyrirmyndar og haldi áfram að berjast fyrir fordómalausri knattspyrnu.“

Yfirlýsing félagsins er í heild hér að neðan.

Yfirlýsing Leiknis:
Kæra Leiknisfólk,

Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum.

Stjórn félagsins vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri í ljósi þeirrar umfjöllunar sem hefur átt sér stað og í ljósi niðurstöðu aganefndar KSÍ.

Fordómar eru sérstakt fyrirbrigði og í raun andstæða gagnrýninnar hugsunar. Fordómar í garð annarra, hvort sem það er vegna kynþáttar, þjóðernis, stéttar, andlegra veikinda, trúarbragða eða hvaða nafni sem það nefnist, munu aldrei líðast innan knattspyrnufélagsins Leiknis.

Við erum öll mismunandi, með mismunandi skoðanir, af mismunandi uppruna, og ölumst upp við mismunandi aðstæður. Við erum stolt af því að innan okkar litla knattspyrnufélags er að finna krakka, unglinga og fullorðna einstaklinga sem eiga rætur að rekja til yfir 25 mismunandi landa. Flestir fæddir og uppaldir á Íslandi, Leiknismenn, Íslendingar, með mismunandi húðlit og iðka mismunandi trú. Margir af okkar iðkendum hafa því miður þurft að þola fordóma vegna þessa í gegnum tíðina, sem er í raun ótrúlegt.

Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi.

Undanfarin misseri hafa leikmenn um allan heim stigið fram og talað opinskátt um baráttu sína við andleg veikindi. Tilgangurinn er að útrýma fordómum fyrir andlegum veikindum og opna umræðuna serstaklega fyrir unga menn. Við teljum einfaldlega að sú barátta sem unnin hefur verið í að útrýma fordómum gagnvart þeim veikindum sé með þessum úrskurði gefinn puttinn.

Það virðist vera lítið mál að sekta félögin þegar kemur að hátterni stuðningsmanna sem jafnframt er yfirleitt bannað að mæta á íþróttaviðburði félagsins um ókomna tíð. En þegar kemur að fordómum inni á vellinum virðist aðra sögu að segja.

Við vonum að önnur knattspyrnufélög innan hreyfingarinnar taki ekki ákvörðun nefndarinnar til fyrirmyndar og haldi áfram að berjast fyrir fordómalausri knattspyrnu.

Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.

Látum frekar verkin tala.

Stjórn knattspyrnufélags Leiknis.

#Fordómalausknattspyrna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Í gær

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?