fbpx
Laugardagur 19.september 2020
433Sport

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2019 15:51

Aron EInar og Kristbjörg, eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Al-Arabi í Katar hefur staðfest það að Aron Einar Gunnarsson sé á leið til félagsins. Al Arabi leikur í Katar en þjálfari liðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari.

Aron hefur gert tveggja ára samning við Al-Arabi með möguleika á eins árs framlengingu. Hann kemur til félagsins frá Cardiff.

Aron er giftur, Kristbjörg Jónasdóttir er eiginkona hans en saman eiga þau tvo stráka. Yngri drengurinn fæddist síðasta sumar.

,,Þetta gæti hljómað dramatísk, en ég sit hérna með tárin í augunum að skrifa þetta,“ skrifar Kristbjörg þegar hún fer yfir tímann í Cardiff á Instagram í dag.

Aron hefur verið lykilmaður Cardiff lengi en Kristbjörg hefur búið í úthverfi borgarinnar í sex ár.

,,Ég er mjög spennt fyrir breytingu en á sama tíma leið yfir því að fara héðan. Ég hef búið í Cardiff í sex ár núna, báðir strákarnir okkar fæddust hérna, við eigum fallegt heimili hérna, við höfum kynnst fólki sem er í lífi okkar, sem við sjáum á hverjum degi. Ég er leið yfir því að kveðja þau.

,,Síðustu vikur hafa verið nokkuð strembnar, að undirbúa flutninga, setja húsið okkar á sölu og byrja að pakka, ég hef haft nóg að gera. Ég er mjög stollt og spennt fyrir næsta skrefi Arons á ferli hans, ég er þakklát fyrir að vera hluti af því. Þetta verður stór breyting, svo lengi sem fjölskylda okkar er saman, þá tek ég ævintýri með opnum örmum.“

Aron á eftir nokkra leiki með Cardiff og ætlar að hjálpa félaginu.

,,Þetta eru ekki endalok okkar í Cardiff, það eru nokkrir leikir eftir. Ég veit að Aron er einbeittur á að klára þá og hjálpa liðinu að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.“

Færslu Kristbjargar má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

So the news are out and as some of you know we’ll be moving to Qatar in the summer. I know this might sound dramatic haha but I’m actually tearing up as I’m writing this? I’m really excited for a change but at the same time so sad to be leaving here. I have lived here 6 years now, both of our boys were born here, we have a beautiful house here, we have gotten to know and have people in our life and some that we see everyday that I’m absolutely gutted to be leaving? Cardiff, Porthcawl and of course Brynna, has been a “home” to us and we’ll be forever grateful for all the amazing people we have gotten to know here so far ?? Its not the end of it though cause we have made friends for life? _ Last few weeks have been quite busy organising the moving, putting our house on sale ? and packing so it has kept me quite busy? _ I’m really proud and excited for Arons next step in his career and grateful for being a part of it? It will be a big change but as long as our little family is together I take new adventures with open arms?‍?‍?‍?? _ But lets not forget its not the end of our Cardiff journey and we are not going just yet…There are still few games left and I know Aron is concentrating on finishing them, helping his team to stay up in the PL. He has been here 8 years now and his love for the club, the staff, the fans and the team mates is so real? I know he’ll give everything he’s got and finish his last season here strong?? _ We’ll be enjoying every single day we have left here?? @arongunnarsson

A post shared by ?Kris J? (@krisjfitness) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“
433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun