fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
433Sport

Harðar deilur Guðna og Guðjóns: Sakaður um lygar – ,,Svekkelsinu var skolað niður með áfengum drykkjum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það var hart tekist á frá 1997 til 1998 í íslenska landsliðinu en Guðni Bergsson og Guðjón Þórðarson þálfari liðsins fóru í hár saman.

Þrjár deilur komu upp þeirra á milli, fyrsta árið 1997 þegar Guðni sagði að hann hafi náð samkomulagi við Guðjón um breytta ferðatílhögun eftír landsleik Íslendinga við Rúmeníu þann 10. september 1997. Guðjón segir slikt samkomulag aldrei hafa verið gert.

Í öðru lagi sakaði Guðjón hann um að hafa gert sér upp meiðsli til að sleppa við vináttulandsleik við Sádi Arabíu í maf 1998 en þá hafði Bolton fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Guðjón segist hafa haft samband við sjukraþjálfara Bolton, sem Guðni lék með þá, og hann hafi sagt Guðna vera stífan en
ekki meiddan.

Þriðji hluturinn sem Guðjón og Guðni voru ekki samsaga um er sáttafundur þeirra stuttu eftír leikinn við Sádi-Arabíu á Café Mílanó í Skeifunni. Guðjón sagði að þar hafi hann gert Guðna ljóst að hann þyrftí að gefa út opinbera afsökun tíl þess að eiga möguleika á að vera valinn á ný í landsliðið. Guðni kannaðist hins vegar ekki við það.

Guðni lék ekki með íslenska landsliðinu í fimm ár vegna málsins en hann er formaður KSÍ í dag.

,,0-2 tap fyrir Chelsea í lokaumferðinni. Guðni var í byrjunarliði Bolton og lék fyrstu 70 rnínútur leiksins. Jafntefli hefði dugað Bolton en leikmenn Chelsea skoruðu bæði sín mörk eftir að Guðna var skipt út af. í bókinni segir Guðni að hann hafi verið stífur í læri fyrir leikinn en leikið hann hafi engu að síður spilað. Hann hafi þó þurft að láta skipta sér út af vegna „meiðslanna í lærinu“ og gat af þeim sökum ekki spilað með landsliðinu gegn Sádi-Arabíu þremur dögum síðar. Það var vináttulandsleikur sem fór fram í suðurhluta Frakklands. Guðjón valdi Guðna í landsliðshópinn þrátt fyrir vandræðin í kringum Rúmeníu leikinn og hélt forysta KSÍ ásamt þeim leikmönnum sem staddir voru á íslandi til Lundúna þessa sömu helgi og Bolton lék gegn Chelsea. Þeir lentu á Heathrow-ffugvelli að morgni til og svo flaug hópurinn til Frakklands seinni partinn. Í millitíðinni áttu þeir að hitta aðra landsliðsmenn, þeirra á meðal Guðna. Guðni lýsir þvísem gerðist eftir leikinn gegn Chelsea í bókinni,“ segir í umfjöllun DV um málið á árum áður.

„Það var algerlega niðurbrotið lið sem staulaðist upp í rútuna til að keyra frá Lundúnum og alla leið heim til Bolton. Mér leið hræðilega sem fyrirliða og fannst ég kannski bera enn meiri ábyrgð á þessu en aðrir leikmenn. Svekkelsinu var skolað niður með áfengum drykkjum á leiðinni heim. Ég vissi að ég gat ekki spilað þennan landsleik sem í vændum var vegna meiðslanna í lærinu. Ég var satt best að segja afar niðurdreginn og langaði ekki að tala við neinn. Ég var nýkominn með farsíma á þessum tíma, hringdi í pabba og bað hann um að láta KSÍ vita að ég kæmist ekki í leikinn. Pabbi náði strax í Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóra KSÍ, sem lofaði að koma þessu áleiðis til Guðjóns Þórðarsonar. Seinna um kvöldið sá ég að það voru skilaboð í símanum mínum. „Þetta er Guðjón …“ Svo heyrði ég ekki meira, sennilega fyrir látunum í rútunni. Ég lét mig þetta ekki miklu varða, ég var ekki í skapi til að tala við Guðjón eða neinn annan. Mér fannst ég hafa afboðað mig og málið væri afgreitt. Þetta voru auðvitað mistök, ég viðurkenni það fúslega. Það var fullkomlega eðlilegt að hann vildi heyra í mér og fá að vita nákvæmlega hver staðan væri,“ sagði Guðni um málð

Guðjón svaraði fyrir sig:
„Þarna er ekki rétt farið með,“ sagði Guðjón um þennan kafla. „Við vorum staddir í London þegar Halldór B. Jónsson [varaformaður KSÍ] segir við mig: „Heyrðu, nú er eitthvað að gerast.“ Þá hafði hann fengið skilaboðin sem pabbi hans Guðna hafði tilkynnt KSÍ. Ég hringdi í Guðna og skildi eftir skilaboð þar sem ég sagði einfaldlega: „Þetta er Guðjón, getur þú haft samband?“ Meira var það ekki. En þarna hafði ég fengið þau skilaboð að Guðni væri meiddur og hringdi ég í kjölfarið til Bolton morguninn eftir og talaði við sjúkraþjálfarann þar. Ég spurði hvort Guðni væri meiddur og svaraði hann því að hann hafi verið „stífur“. Þá segi ég sjúkraþjálfaranum að Guðni væri búinn að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla óg bað ég hann um að skrifa upp á það, að hann væri tognaður í nára. Ég vildi fá það staðfest og myndi ég senda sjálfur mann til að athuga það. Þá sagði hann við mig: „Ég verð bara að segja þér alveg efns og er, hann er ekki tognaður í nára, að því að ég best veit.“ Vissulega var Guðni fyrirliði Bolton og fann fyrir mikilli ábyrgð sem slíkur. En hann var líka fyrirliði landsliðsins sem ákvað að ferðast ekki með liðinu sínu á mjög erfiðum tímapunkti til Rúmemníu.“

Café Mílanó
„Ég ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og hringja í Guðjón þegar ég kom heim til Ísland síðar í vikunni. Þá útskýrði ég fyrir honum hvað hefði verið í gangi. „Það hefði auðvitað verið æskilegast að ég talaði við þig persónulega,“ sagði ég,“ sagði Guðni um fund þeirra.

Guðni lék ekki með landsliðinu fyrr en árið 2003 og heyrði hann ekkert í KSÍ í millitíðinni. En skyldi Guðjón hafa séð eftir því hvernig hafi farið? „Ég átti frábæran tíma með landsliðinu og þeir sem spiluðu þessa stöðu, Eyjólfur Sverrisson og Sigurður Jónsson og fleiri,stóðu sig alveg frábærlega. Ég valdi landsliðið með það fyrir augum að treysta þeim leikmönnum í ákveðið verkefni. Þeir strákar sem tókust á við það gerðu það frábærlega. Og ég hefði ekki brugðist öðruvísi við í dag. Fyrir mér er liðsheildin mikilvægari en einstaklingurinn og þannig hefur það alltaf verið. Það er enginn leikmaður stærri en liðið.“

Svelgdist á með kaffinu:
,,Manni svelgdist á við kaffið,“ sagði Guðni Bergsson í samtali við NFS um viðtal DV við Guðjón’ Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem birtíst í blaðnu. Þar ræddi Guðjón um ástæðunni fyrir brotthvarfi Guðna úr landsliðinu á sínum tíma. „Ég vissi nú að Guðjón myndi svara fyrir sig,“ sagði Guðni

Í viðtalinu við DV sagði Guðjón meðal annars að á þeim tíma sem Guðni spilaði ekki með landsliðinu hefði það náð góðum árangri, enginn hefði því saknað Guðna. Guðni sagði að sér hefði fundist það orðalag nokkuð harkalegt hjá Guðjóni, en hann hefði þó vitað að Guðjón saknaði hans ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um mál Hannesar: „Sló út viðtalið við Lilju er hún svaraði dónalegum, drukknum, fullum Miðflokksmönnum“

Þetta hefur þjóðin að segja um mál Hannesar: „Sló út viðtalið við Lilju er hún svaraði dónalegum, drukknum, fullum Miðflokksmönnum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Borgar United 8 milljarða fyrir þennan unga miðjumann?

Borgar United 8 milljarða fyrir þennan unga miðjumann?
433Sport
Í gær

Leikmennirnir sem Chelsea gæti þurft að treysta á: Áttu enga framtíð fyrir sér

Leikmennirnir sem Chelsea gæti þurft að treysta á: Áttu enga framtíð fyrir sér
433Sport
Í gær

Fljótustu félagaskipti sögunnar?: ,,Þetta tók 20 mínútur“

Fljótustu félagaskipti sögunnar?: ,,Þetta tók 20 mínútur“
433Sport
Í gær

Sömu skilaboð til United og City: Rice er ekki til sölu

Sömu skilaboð til United og City: Rice er ekki til sölu
433Sport
Í gær

Seldur frá Gylfa til Harðars og Arnórs

Seldur frá Gylfa til Harðars og Arnórs
433Sport
Í gær

Mourinho vill taka nýja stefnu á ferlinum: „Ég hugsa um HM og EM“

Mourinho vill taka nýja stefnu á ferlinum: „Ég hugsa um HM og EM“
433Sport
Í gær

Ensk blöð segja Gylfa og Alexöndru svar Íslands við Beckham og Posh

Ensk blöð segja Gylfa og Alexöndru svar Íslands við Beckham og Posh