fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Stór tíðindi úr íslenskum fótbolta – Hannes Þór tekur tilboði Vals

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 17:45

Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark íslenska landsliðsins með prýði undanfarin ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður samþykkt tilboð Vals og kaus hann að semja við ríkjandi Íslandsmeistara frekar en KR. Samkvæmt sömu heimildum eru Valsmenn tilbúnir að bjóða Hannesi talsvert betri kjör en KR gat boðið.

„Það er ekki komið svo langt að Hannes sé að semja við Val. Hans staða gæti breyst á næstu dögum og mánuðum, það er áhugi frá Svíþjóð, Noregi og fleiri löndum en hann er samningsbundinn Qarabag í átján mánuði í viðbót og það er talsvert sem þarf að gerast til þess að hann fái að fara,“ sagði Ólafur Garðarson umboðsmaður Hannesar við Fréttablaðið.

Hannes er á mála hjá Qarabag í Aserbaídsjan en þar hefur hann spilað minna en ráð var gert fyrir.

Hannes hefur því verið að skoða sína mál og ef marka má frétt Fréttablaðsins, þá er hann á heimleið í Pepsi deildina.

Hannes varð Íslandsmeistari með KR áður en hann fór í atvinnumennsku. Hannes hefur verið einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins síðustu ár, hann varði mark liðsins á EM og á HM.

Valur hefur unnið Pepsi deildina síðustu tvö tímabil og hefur styrkt leikmannahóp sinn vel í vetur. Ljóst er að koma Hannesar er hvalreki.

Fyrir er Valur með Anton Ara Einarsson sem var einn besti markvörður deildarinnar sumarið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi