fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur átt merkilegan feril þrátt fyrir ungan aldur.

Hólmar gekk í raðir Maccabi Haifa í Ísrael árið 2017 en hann fór þangað frá Rosenborg í Noregi.

Fyrir það þá hafði spænska liðið Real Betis áhuga á að semja við Hólmar og vildi hann komast þangað.

Hólmar hafði mikinn áhuga á að fara til Spánar en að lokum þá gengu þau félagaskipti ekki upp.

Hann viðurkennir að hafa verið pínu fúll eftir að þau skipti hafi ekki klárast en komst svo annað í janúar.

,,Mér leið mjög vel í Noregi en sumarið á undan þá var Real Betis í miklum samræðum við Rosenborg um kaup en það komst ekki í gegn,“ sagði Hólmar.

,,Sumarið fyrir þennan janúarglugga og eftir að það gekk ekki í gegn var ég pínu fúll en vissi þá að í janúar myndi ég líklega fá eitthvað.“

,,Ég er ekkert pirraður ennþá, maður veit ekkert hvernig það hefði farið. Ég hefði getað farið til Real Betis og ekkert hefði gengið upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum