fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
433Sport

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur átt merkilegan feril þrátt fyrir ungan aldur.

Hólmar samdi við enska stórliðið West Ham United árið 2008 eftir að hafa spilað með HK hér heima.

Hólmar var mjög ungur þegar hann fór út en hann var hjá West Ham í þrjú ár áður en hann samdi við Bochum í Þýskalandi.

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að tíminn hjá West Ham hafi verið erfiður en hann var gríðarlega spenntur áður en hann fór út.

,,Það var alveg hellingur í gangi bæði 2007 og 2008 og ég hafði möguleika á að fara til Herthu Berlin sumarið áður og fór og æfði með þeim en mér fannst ég vera of ungur, ég þorði ekki að fara í þýskuna aftur þó ég hafi talað hana þegar ég var yngri. Þarna var ég búinn að gleyma henni,“ sagði Hólmar.

,,Ég ákvað það að stökkva ekki á það og fer svo ári seinna aftur á reynslu hjá West Ham. Það er bara eins og fyrir alla stráka sem eru að spá í fótbolta, það er draumur að fara þarna og láta reyna á að slá í gegn þarna.“

,,Það er eiginlega ekki hægt að segja nei við lið í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef oft hugsað þetta, mögulega var þetta ekki besta skrefið sem ég gat tekið en að sama skapi var þetta séns sem ég var willing to take. Ef ég myndi spóla til baka myndi ég segja já aftur þó ég myndi vita hvernig þetta yrði.“

,,Ég fór bara strax einn út og þetta voru svona 3-4 fjórir mánuðir frá því þetta var klárt og frá því að ég fór. Alveg upp að þessu, að ég fór þá hugsaði ég að þetta væri geggjað að þetta væri algjör veisla. Mér fannst þetta bara geggjað.“

,,Svo mæti ég út og hugsaði á flugvellinum hversu geggjað þetta væri. Á fyrsta árinu bjó ég með 15 öðrum leikmönnum og svo voru gömul hjón sem sáu um okkur. Tveir og tveir í herbergi.“

,,Þegar ég mæti upp á herbergi og sé tveggja metra ungverska herbergisfélaga minn sem ég hafði aldrei séð áður og set niður töskurnar þá hellist þetta pínu yfir mig: ‘Heyrðu, shit. Ég er bara kominn hingað til að vera!’.

,,Þá áttaði ég mig á því, ég viðurkenni það í dag að fyrstu 1-2 árin voru helvíti erfið. Þetta var mikil barátta við sjálfan þig og hausinn á þér, að vera sterkur.“

,,Allavegana eins og þetta var hjá okkur í West Ham, þú mætir 45 mínútum fyrir æfingu og gast verið farinn heim fimm mínútur eftir hana. Maður reyndi eins maður gat að lengja daginn sko. Maður mætti og fékk sér morgunmat og var eitthvað í gymminu og svo beið maður aðeins með að fara í hádegismat til að reyna að strekkja úr deginum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enski boltinn skrefi nær því að fara af stað

Enski boltinn skrefi nær því að fara af stað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beckham sturlaðist og ætlaði að hjóla í gamla manninn: „Það voru allir í áfalli“

Beckham sturlaðist og ætlaði að hjóla í gamla manninn: „Það voru allir í áfalli“
433Sport
Í gær

Byrjað að framleiða varning til að fagna langþráðum sigri Liverpool

Byrjað að framleiða varning til að fagna langþráðum sigri Liverpool
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United brjálaðir eftir nýjasta útspil Glazer

Stuðningsmenn United brjálaðir eftir nýjasta útspil Glazer
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu laglegt mark Guðlaugs í Þýskalandi í dag

Sjáðu laglegt mark Guðlaugs í Þýskalandi í dag
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Dortmund þurfi að sækja sér aur og að Sancho verði seldur

Telur að Dortmund þurfi að sækja sér aur og að Sancho verði seldur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bayern ætlar í slaginn við United um Sancho

Bayern ætlar í slaginn við United um Sancho
433Sport
Fyrir 3 dögum

Faðir Bergsveins æfur og svarar fyrir son sinn: „Greinilega ekki komnir með bæði eistun í punginn“

Faðir Bergsveins æfur og svarar fyrir son sinn: „Greinilega ekki komnir með bæði eistun í punginn“