fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Mourinho varð ástfanginn af Salah: Hættið að kenna mér um

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, hefur opnað sig varðandi Mohamed Salah sem var seldur frá félaginu undir hans stjórn.

Salah leikur með Liverpool í dag og hefur undanfarin tvö tímabil raðað inn mörkum á Anfield.

Hann var keyptur itl Chelsea frá Basel árið 2014 en spilaði aðeins 19 leiki og var svo lánaður til Fiorentina og Roma sem keypti hann svo endanlega árið 2016.

Mourinho skegir að það sé ekki rétt að kenna sér um söluna á Salah en hann var alltaf hrifinn af leikmanninum.

,,Byrjum á Salah því það sem er sagt, mikið af því er ekki satt,“ sagði Mourinho.

,,Fólkið reynir að kenna mér um söluna á Salah. Ég er maðurinn sem keypti hann, það er rangt.“

,,Ég spilaði gegn Basel í Meistaradeildinni og hann var krakki í því liði. Þegar ég spila gegn liðum þá fylgist ég með þeim og þeirra leikmönnum í langan tíma.“

,,Ég varð ástfanginn af þessum strák og ég keypti hann. Ég fékk félagið til að kaupa hann en á þessum tíma vorum við með frábæra sóknarmenn.“

,,Við vorum með Eden Hazard, Willian og við vorum með mikil gæði. Ég sagði þeim að kaupa þennan strák.“

,,Hann var bara krakki sem var týndur í London. Hann var týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum gera hann betri og betri. Hann vildi frekar fá að spila en að bíða.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Í gær

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“
433Sport
Í gær

Áhyggjufullir United-menn: ,,Ef þetta gerist þá erum við til skammar“

Áhyggjufullir United-menn: ,,Ef þetta gerist þá erum við til skammar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka við verðlaununum eftir leik – Gaf liðsfélaganum þau

Neitaði að taka við verðlaununum eftir leik – Gaf liðsfélaganum þau