fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Knattspyrnumaður á Íslandi sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur knattspyrnumaður á þrítugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun árs, hann var sakaður um að stunga fingri sínum í leggöng stúlkunnar á meðan hún svaf. Erfðaefni hans fannst á ekki á fingrum drengsins. Vísir.is sagði fyrst frá.

Atvikið átti sér stað sumarið 2016, lögreglan var kölluð til og var maðurinn handtekinn á vettvangi. Maðurinn hafði verið í brúðkaupi og gisti heima hjá mömmu sinni þar sem systir hans og vinkona gistu.

Um nóttina þegar maðurinn hafði komið heim til móður sinnar, vaknaði stúlkan við manninn sér við hlið. Hélt hún því fram að maðurinn hefði sett fingur inn í leggöngin. Hann hafi hætt þegar hún hafi vaknaði við það. Maðurinn hafnaði þessu og sagðist aðeins hafa legið við hlið hennar.

Lögreglan kom á vettvang, tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr manninum fannst í leggöngum stúlkunnar.

Dómari taldi framburð beggja trúverðugan, orð væri gegn orði. ,,Lögregla rannsakaði hendur ákærða skömmu eftir atvikið en þar fundust engin erfðaefni brotaþola. Brotaþoli segir ákærða hafa farið inn á baðherbergi en veit ekki hvort eða hvað hann gerði þar. Hann segist ekki hafa farið þangað. Baðherbergið var ekki rannsakað um nóttina. Þótt alls ekki sé útilokað að ákærði hafi í raun farið á baðherbergið og þrifið hendurnar áður en þær voru stuttu síðar rannsakaðar, verður því ekki slegið föstu gegn neitun hans, en vafa um þetta atriði og önnur ber í ljósi meginreglu sakamálaréttarfars að skýra ákærðum einstaklingi í hag. Niðurstaða rannsóknar á höndum ákærða sannar ekki að hann hafi ekki framið það brot sem hann er sakaður um, en veldur vissulega vafa um það“

Í dómnum er haft eftir súlkunni. ,,Um nóttina hefði brotaþoli vaknað við að ákærði væri „að putta“ hana. Nánar spurð sagði hún að sér hefði liðið „eins og ég sé að dreyma“ en svo hefði hún fundið fyrir miklum „þrýstingi niðri, þannig að ég svona vakna bara og kippi mér við og þá bara um leið og ég kippi mér við þá fer hann, stendur upp og labbar fram.“ Nánar spurð sagði brotaþoli ákærða hafa verið með tvo fingur inni í sér. Ákærði hefði verið undir sæng brotaþola „með sinn líkama“ en C legið við hlið brotaþola.“

,,Brotaþoli sagði ákærða einnig hafa komið í herbergið til að ná í sæng. Hann hefði staðið „í hurðinni, allsber“, og horft á brotaþola. Þá hefði hann einnig farið inn á salerni. Brotaþoli tók fram að hún myndi ekki í hvaða tímaröð þetta hefði verið. Hún hefði beðið, „frosin“, þangað til hann hefði verið farinn inn herbergi og þá hefði hún hringt til lögreglu. Brotaþoli kvaðst telja ákærða hafa verið í nærbuxum þegar hann hefði verið í rúminu en þegar hann hefði staðið í dyrunum hefði hann verið allsnakinn. Nánar spurð sagði hún ákærða hafa litið út fyrir að vera nakinn en hún myndi þó ekki eftir að hafa séð kynfæri hans.“

Dóminn má lesa hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn