fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Rúnar vinsæll hjá Lillestrom: ,,Ég var kannski öðruvísi en aðrir á Íslandi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands.

Rúnar er enn mjög vinsæll hjá Lillestrom í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír frá 1997 til 2000.

Hann samdi svo síðar við Lokeren í Belgíu og var þar í átta ár áður en hann sneri heim og spilaði fyrir KR í eitt sumar.

Rúnar náði frábærum árangri sem þjálfari KR og var boðið þjálfarastarfið hjá Lillestrom árið 2014 og tók því.

Hann er enn mjög vinsæll í Noregi en gengi liðsins var mjög gott er hann spilaði á miðju liðsins.

,,Ég spilaði mjög vel í Lillestrom og átti frábæra tíma þarna. Liðið var líka gott, við áttum eitt mjög gott tímabil þar sem við fórum í Evrópukeppni og lentum í þriðja sæti í deildinni,“ sagði Rúnar.

,,Við vorum nálægt því að berjast við Rosenborg um titilinn eitt árið en hökktum á síðustu metrunum. Ég held að Heiðar [Helguson] hafi skorað 16 mörk í deildinni þetta ár. Það var geggjaður tími.“

,,Auðvitað er þetta þannig að ef þú leggur þig fram og vinnur þína vinnu og ert heiðarlegur í því sem þú ert að gera þá skilurðu eftir þig einhverjar minningar.“

,,Ég var kannski öðruvísi en aðrir á Íslandi með smá tækni sem aðrir höfðu ekki og gat gert öðruvísi hluti en hinn venjulegi Norðamaður gerði.“

,,Einhver sem gat búið eitthvað til og skorað og lagt upp mörk og allt þetta, sólað menn og gert huggulega hluti, það skiptir oft máli því það brýtur aðeins upp leikstílinn.“

,,Oft var ég að horfa á boltann fljúga yfir mig og fékk hann ekkert á miðjunni en svo þegar maður fékk hann frammi hafði maður leyfi til að leika sér aðeins sem hentaði mér vel.“

Meira:
Stjörnuprýtt lið Liverpool vildi fá Rúnar: ,,Þá ákvað ég að ég vildi ekki fara þangað“
Eigandinn var með ranghugmyndir:,,Einráður, á fullt af peningum og er með metnað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls