fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
433Sport

Þrjú lið geta enn unnið titilinn í lokaumferðinni – Fjölnir í Inkasso-deildina

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valsmönnum tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld er liðið mætti FH í næst síðustu umferð.

Valur þurfti að sætta sig við 2-1 tap í Hafnarfirði en Eddi Gomes tryggði liði FH sigur með marki í uppbótartíma!

Valur er með 43 stig á toppi deildarinnar eftir tapið. Bæði Stjarnan og Breiðablik eiga möguleika í lokaumferðinni ef Valsmenn misstíga sig gegn Keflavík.

Þeir grænu kláruðu sitt verkefni á sama tíma en Blikar unnu Fjölni 2-0. Fjölnir er fallið niður um deild eftir leiki dagsins. Blikar eru tveimur stigum á eftir Val þegar einn leikur er eftir.

Fjölnir þurfti að ná í stig gegn Blikum ef Fylkir myndi ná í stig gegn KR og það er nákvæmlega það sem þeir appelsínugulu gerðu. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við KR í Vesturbænum.

Stjörnunni mistókst að setja alvöru pressu á Val fyrir lokaumferðina en liðið tapaði 2-1 gegn ÍBV eftir að hafa komist yfir. Stjarnan er þremur stigum á eftir Val fyrir lokaumferðina.

Botnlið Keflavíkur kom þá engum á óvart og tapaði sínum 17. leik í sumar. Víkingur Reykjavík hafði betur 4-0 á Nettó-vellinum.

Fjörugasti leikur dagsins var þá á Akureyri þar sem KA hafði betur gegn Grindavík 4-3 þar sem spilað var upp á skemmtunina.

Efstu þrjú liðin fyrir lokaumferðina:
Valur – 43 stig
Breiðablik – 41 stig
Stjarnan – 40 stig

FH 2-1 Valur
1-0 Jakup Thomsen(58′)
1-1 Patrick Pedersen(83′)
2-1 Eddi Gomes(93′)

Fjölnir 0-2 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson(10′)
0-2 Oliver Sigurjónsson(39′)

ÍBV 2-1 Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson(víti, 23′)
1-1 Sindri Snær Magnússon(62′)
2-1 Víðir Þorvarðarson(67′)

KR 1-1 Fylkir
1-0 Björgvin Stefánsson(53′)
1-1 Oddur Ingi Guðmundsson(84′)

Keflavík 0-4 Víkingur R.
0-1 Geoffrey Castillion(48′)
0-2 Geoffrey Castillion(79′)
0-3 Örvar Eggertsson(90′)
0-4 Geoffrey Castillion(95′)

KA 4-3 Grindavík
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson(6′)
2-0 Daníel Hafsteinsson(15′)
3-0 Elias Tamburini(sjálfsmark, 17′)
3-1 Sam Hewson(20′)
3-2 Sam Hewson(30′)
4-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson(33′)
4-3 Sam Hewson(74′)

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sex frægustu sem hafa fallið á lyfjaprófi: Kókaín og megrunarpillur sem konan átti

Sex frægustu sem hafa fallið á lyfjaprófi: Kókaín og megrunarpillur sem konan átti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð
433Sport
Í gær

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“