fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
433Sport

Sir Alex Ferguson loksins mættur aftur á Old Trafford eftir veikindi – Stressaður fyrir leiknum

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. september 2018 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, er mættur til að fylgjast með sínum mönnum á Old Trafford í dag.

Þetta er í fyrsta sinn í dágóðan tíma sem Ferguson mætir á völlinn eftir heilablóðfall sem hann fékk fyrr á árinu.

Ferguson mætti síðast á leik United í apríl gegn Arsenal en mun fylgjast með viðureign gegn Wolves í dag.

,,Það er mjög gott að vera kominn aftur. Þetta hefur verið löng ferð en ég er að taka skref fram á við,“ sagði Ferguson við MUTV.

,,Ég geri það sem sonur minn segir mér og læknarnir. Ég er kannski smá stressaður því síðasti leikur sem ég mætti á var Arsenal í apríl. Það er langur tími síðan og ég vona bara að við vinnum í dag.“

,,Ég sakna viðtala ekki! Þessi pressa sem fylgir því að svara heimskulegum spurningum. Nei, það er gott að vera kominn aftur og þetta verður tilfinningaþrungin stund fyrir mig er leikurinn byrjar.“

,,Þetta þurfti að gerast einhvern tímann og ég hlakka til. Það var mikilvægt að tímasetja þetta rétt og fá hvíld áður en ég mætti til leiks.“

 

View this post on Instagram

 

Welcome back to Old Trafford, Sir Alex. #MUFC

A post shared by Manchester United (@manchesterunited) on

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Scholes fær væna sekt fyrir að brjóta veðmálareglur

Scholes fær væna sekt fyrir að brjóta veðmálareglur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt húðflúr á liðsfélaga Jóhanns vekur athygli: Flestum finnst það ljótt

Nýtt húðflúr á liðsfélaga Jóhanns vekur athygli: Flestum finnst það ljótt
433Sport
Í gær

Valur fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni: Fara til Slóveníu

Valur fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni: Fara til Slóveníu
433Sport
Í gær

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórstjörnur sem fóru í fangelsi: Þuklaði á konu og nefbraut hana

Stórstjörnur sem fóru í fangelsi: Þuklaði á konu og nefbraut hana
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus