fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Inkasso-deildin: HK og ÍA í Pepsi-deildina – Selfoss fallið

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK og ÍA munu leika í Pepsi-deild karla næsta sumar en liðin enda í efstu tveimur sætum Inkasso-deildarinnar.

Þetta varð staðfest í dag en næst síðasta umferð deildarinnar fór fram og unnu bæði lið góðan sigur.

HK vann ÍR örugglega með þremur mörkum gegn engu og ÍA vann Selfoss 3-1. Selfoss er nú í neðsta sæti deildarinnar og er fallið. Liðið er þremur stigum frá öruggu sæti en ÍR og Magni mætast í lokaumferðinni sem þýðir að Selfoss á ekki möguleika.

Magni vann mikilvægan sigur gegn Fram og á enn möguleika á að halda sér uppi. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar, einu stigi á undan Selfoss.

Víkingur Ólafsvík tapaði óvænt 2-1 fyrir Njarðvík, Þróttur Reykjavík tapaði 4-3 heima gegn Þór og Leiknir og Haukar gerðu markalaust jafntefli.

Selfoss 1-3 ÍA
0-1 Jeppe Hansen
0-2 Arnar Már Guðjónsson
1-2 Guðmundur Axel Hilmarsson
1-3 Þórður Þorsteinn Þórðarson

HK 3-0 ÍR
1-0 Birkir Valur Jónsson
2-0 Brynjar Jónasson
3-0 Ingiberg Ólafur Jónsson

Magni 2-1 Fram
1-0 Sigurður Marinó Kristjánsson
1-1 Guðmundur Magnússon
2-1 Lars Óli Jessen

Þróttur R. 3-4 Þór
1-0 Viktor Jónsson
1-1 Alvaro Montejo
1-2 Jónas Björgvin Sigurbergsson
2-2 Viktor Jónsson
2-3 Alvaro Montejo
2-4 Alvaro Montejo
3-4 Viktor Jónsson

Víkingur Ó. 1-2 Njarðvík
0-1 Ari Már Andrésson
0-2 Ari Már Andrésson
1-2 Kwame Quee(víti)

Leiknir R. 0-0 Haukar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Í gær

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Í gær

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur