fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |
433Sport

Sky fjallar ítarlega um Gylfa – ,,Ekki sami leikmaður og hann var”

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, þótti ekki standa undir væntingum á síðustu leiktíð.

Gylfi var keyptur til Everton frá Swansea á 45 milljónir punda en hann var besti leikmaður Swansea tímabilið áður.

Gylfi skoraði aðeins fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili á Goodison Park og lagði upp önnur þrjú. Ekki merkileg tölfræði.

Sky Sports hefur nú farið ítarlega yfir leik Gylfa hjá Everton og talar sérstaklega um að hann gefi liðinu lítið úr opnum leik.

Erfið byrjun á tímabilinu:

,,Gylfi Þór Sigurðsson hafði takmörkuð áhrif á sínu fyrsta tímabili hjá Everton og hefur ekki náð að sýna mikið meira á þessu tímabili,“ segir í grein Sky.

,,Marco Silva ákvað að taka Gylfa af velli í jafntefli við Huddersfield þegar 14 mínútur voru eftir. Leikmann sem var fenginn til félagsins til að opna varnir andstæðingana.“

,,Hvort að það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki má deila um. Kannski hefði miðjumaðurinn snúið leiknum við með langskoti eða með því að leggja upp mark úr föstu leikatriði.“

Er í miklum vandræðum með að komast inn í leikinn, allt annað en hjá Swansea:

,,Úr opnum leik þá er hins vegar ekki hægt að segja annað en að hann hafi boðið upp á mjög lítið.“

,,Það er ekki ásættanlegt fyrir Gylfa sem hefur verið í vandræðum með að skapa færi úr opnum leik. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp þrjú á sínu fyrsta tímabili. Hann var einnig einn besti leikmaður liðsins án bolta.“

,,Úr opnum leik þá gerði hann þó lítið, annað en hjá Swansea. Hann bjó aðeins til 16 færi á öllu tímabilinu, færri en leikmenn eins og Dominic Calvert Lewin og Leighton Baines. Hann er var á sama stað á listanum og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore.“

Stefnir í alveg eins tímabil undir stjórn Marco Silva?

,,Miðað við byrjun tímabilsins bendir lítið til þess að hlutirnir séu öðruvísi. Það tók hann 24 mínútur í fyrsta leik tímabilsins að senda á samherja áður en hann var fyrsti maður til að yfirgefa völlinn.“

,,Hann klárar 15 sendingar að meðaltali á 90 mínútum og er í 79. sæti listanns af 83 leikmönnum sem spila eins mikið og hann. Það segir þér ekki að hann sé að blómsta undir nýrri leiðsögn.“

,,Gylfi var fenginn til félagsins til að vera mest skapandi leikmaður liðsins. Þangað til að félagið finnur leið til að koma honum meira inn í leikinn þá verður erfitt fyrir liðið að stjórna leikjum og opna varnarlínur andstæðingsins.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Í gær

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Reyndi að fiska spjald á fáránlegan hátt: Sjáðu hvað hann gerði við Zaha

Reyndi að fiska spjald á fáránlegan hátt: Sjáðu hvað hann gerði við Zaha
433Sport
Fyrir 3 dögum

Birti Instagram færslu um brjóst kærustu sinnar: Fékk að heyra það fyrir framan alla – Sjáðu myndina

Birti Instagram færslu um brjóst kærustu sinnar: Fékk að heyra það fyrir framan alla – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 3 dögum

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta
433Sport
Fyrir 3 dögum

Er þetta nóg til að stöðva rasisma? – Ný regla fær góð viðbrögð

Er þetta nóg til að stöðva rasisma? – Ný regla fær góð viðbrögð