fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Einkunnir úr tapi Ísland gegn Belgíu – Margir fá þrist og fjarka

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren og Freyr Alexandersson byrja ekki vel í starfi með íslenska karlalandsliðið í fótbolta.

Belgía heimsótti Ísland í Þjóðadeildinni í kvöld og unnu sanngjarnan 0-3 sigur.

Íslenska liðið byrjaði vel en botninn datt úr leik liðsins eftir um 20 mínútur. Liðið tapaði 6-0 fyrir Belgíu á laugardag.

Liðið er því með mínus 9 í markatölu eftir tvo leiki, ekkert mark skorað.

Einkunnir að mati 433.is eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 3
Gerði sig sekan um mistök í öðru markinu, sló boltann klaufalega út í miðjan teiginn.

Birkir Már Sævarsson 4
EKki hægt að skrifa mörkin á hann en hann líkt og fleiri átti í vandræðum með sterka sóknarmenn Belgíu.

Ragnar Sigurðsson 3
Í öðru markinu var Ragnar vitlausu megin við Lukaku þegar boltinn féll í teignum. Átti svo oft í veseni með bestu leikmenn Belga.

Sverrir Ingi Ingason 3
Braut mjög klaufalega á Romelu Lukaku í fyrsta markinu, missti hann fram fyrir sig og togaði í hann.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Var sofandi í öðru markinu, missti boltann yfir sig.

Rúnar Már Sigurjónsson 5 – Maður leiksins
Kom inn með meira en flestir áttu von á, lék á hægri kanti sem er ekki hans staða. Sérstaklega líflegur í fyrir hálfleik.

Birkir Bjarnason 4
Virtist ekki ganga alveg heill til skógar, íslenska landsliðið þarf að fara fá einn stórleik frá Birki í bláu treyjunni. Hann skuldar hann.

Emil Hallfreðsson 5
Gat haldið í boltann á köflum og þá sérstaklega í síðari hálfleik

Ari Freyr Skúlason (´80) 4
Varðist með ágætum en þegar hann fékk boltann var oft ráðþrot.

Gylfi Þór Sigurðsson 5
Það var stundum hægt að vorkenna Gylfa í leiknum, hann fékk boltann við miðsvæðið en það var enginn til að gefa á. Var hættulegasti maður liðsins en gerði sig sekan um klafaulega mistök í þriðja marki Belgíu.

Jón Daði Böðvarsson (´70) 5
Gerði ágætlega þegar hann komst í boltann en það var ekkert alltof oft.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson (´70) 5
Bæti litlu við leik liðsins en afar ánægjulegt að sjá hann snúa aftur. Vonandi kemst hann í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls