fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Dramatík er Grindavík og Stjarnan skildu jöfn – FH tókst ekki að sigra

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á veislu í Grindavík í kvöld er heimamenn fengu Stjörnuna í heimsókn.

Grindavík komst yfir í dag með marki á 40. mínútu en Aron Jóhannsson gerði þar eina mark fyrri hálfleiks.

Snemma í þeim síðari jöfnuðu Stjörnumenn er Hilmar Árni Halldórsson átti þrumuskot úr aukaspyrnu sem fór í stöngina og í bakið á Kristijan Jajalo og í netið.

Guðjón Baldvinsson virtist svo vera að tryggja Stjörnunni sigur á 86. mínútu leiksins er hann skoraði eftir laglega skyndisókn.

Bandaríkjamaðurinn Will Daniels var hins vegar á öðru máli og jafnaði metin fyrir Grindavík í uppbótartíma og lokastaðan, 2-2.

Fylkir og FH áttust við á sama tíma á Floridana vellinum en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.

Cedric D’Ulivo kom FH yfir á 32. mínútu leiksins í kvöld áður en Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði metin fyrir Fylki snemma í síðari hálfleik.

Grindavík 2-2 Stjarnan
1-0 Aron Jóhannsson(40′)
1-1 Kristijan Jajalo(sjálfsmark, 57′)
1-2 Guðjón Baldvinsson(86′)
2-2 William Daniels(90′)

Fylkir 1-1 FH
0-1 Cedric D’Ulivo(32′)
1-1 Valdimar Þór Ingimundarson(47′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Lukkudýr Manchester United fór yfir strikið – Pirraði marga

Sjáðu myndbandið: Lukkudýr Manchester United fór yfir strikið – Pirraði marga
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ummælin sem komu Messi í vandræði: Gæti fengið tveggja ára bann

Ummælin sem komu Messi í vandræði: Gæti fengið tveggja ára bann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hjarta Coutinho er hjá Liverpool: Ómögulegt að fara til Manchester

Hjarta Coutinho er hjá Liverpool: Ómögulegt að fara til Manchester
433Sport
Fyrir 3 dögum

Vildi heita það sama og uppáhalds liðið sitt en fékk höfnun: ,,Allt má en ekki þetta“

Vildi heita það sama og uppáhalds liðið sitt en fékk höfnun: ,,Allt má en ekki þetta“