fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
433Sport

Fimm sem gætu tekið við af Heimi Hallgríms

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. júlí 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari liggur nú undir feldi og veltir fyrir sér framtíð sinni. Heimir er rétti maðurinn til að halda utan um strákana okkar og komast í lokakeppni næstu tveggja stórmóta. Ísland spilaði vel í Rússlandi ef seinni hálfleikurinn gegn Nígeríu er undanskilinn. Heimir gerði ein mistök og það var að láta fyrirsætuna í liðinu, spila á kostnað Emils Hallfreðssonar sem var okkar besti maður. Það verður samt ekki tekið af Rúrik að hann er góður knattspyrnumaður en Emil er einfaldlega betri. En við viljum að Heimir skrifar undir á morgun, en ef ekki, þá eru hér fimm þjálfarar sem gætu tekið við af tannlækninum í Eyjum en vert er að taka fram að eftirfarandi uppástungur af eftirmönnum Heimis er ekki sett fram í fullri alvöru:

Guðjón Þórðarson með Loga Ólafsson sem aðstoðarmann. Guðjón spilaði 5-4-1 og náði frábærum árangri og hélt svo í víking til Englands þar sem hann stýrði Stoke upp um deild. Skapið hefur stundum hlaupið með Guðjón í gönur og því er Logi tilvalinn aðstoðarmaður sem mun létta lund leikmanna með bestu fimmaurabröndurum í heimi.

Erik Hamrén er á lausu og Svíar hafa reynst okkur vel. Hann þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009 til 2016. Vinningshlutfall hans var 54 prósent. Hann stýrði Svíum í 83 leikjum og sigraði liðið í 45 þeirra.

Sam Allerdyce og Guðni Bergsson eru miklir mátar en þjálfarinn umdeildi var þjálfari Guðna hjá Bolton. Stóri Sam eins og hann er gjarnan kallaður þjálfaði Gylfa Þór Sigurðsson hjá Everton síðasta vetur en er án vinnu. Allerdyce var ráðinn landsliðsþjálfari eftir að England tapaði fyrir Íslandi. Hann var þó aðeins 67 daga í starfi og stýrði Englandi í einum leik. Allerdyce var rekinn eftir að í ljós kom að hann hafði tekið við peningum undir borðið vegna leikmannakaupa.

Slaven Bilic fyrrverandi þjálfari Króatíu. Króatar eru um margt líkir Íslendingum. Baráttuglaðir leikmenn sem eru harðir í horn að taka og elska að spila fyrir þjóð sína. Bilic stýrði Króatíu í sex ár og var vinningshlutfallið 65 prósent.

Sófaþjálfarinn, já, þessi sem er tíu kílóum og þungur. Hann veit uppá hár hvernig við hefðum getað unnið Nígeríu. Hann hefur aldrei keppt á fótboltamóti og öskrar á dómarann að fara til fjandans á öllum Pollamótum. Hann er samt sá reyndasti þegar kemur að því hvernig við áttum að vinna HM

Claudio Ranieri er atvinnulaus, hann kann að gera það ómögulega. Hann gerði Leicester að Englandsmeisturum og er uppgangi landsliðsins oft líkt við ævintýri Ranieri og félaga. Fá hann inn sem fyrst ef Heimir fer!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk draumagjöfina frá foreldrunum – Sjáðu hjartnæm viðbrögð

Fékk draumagjöfina frá foreldrunum – Sjáðu hjartnæm viðbrögð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vaknaði á gjörgæslu en man ekki hvað gerðist: ,,Ég var svo nálægt dauðanum“

Vaknaði á gjörgæslu en man ekki hvað gerðist: ,,Ég var svo nálægt dauðanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Handtekinn fyrir að stunda kynlíf á almannfæri – Reyndi að gefa lögreglunni farsíma

Handtekinn fyrir að stunda kynlíf á almannfæri – Reyndi að gefa lögreglunni farsíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert fer framhjá Guðna: ,,Framtíðin er björt, segi ég og skrifa“

Ekkert fer framhjá Guðna: ,,Framtíðin er björt, segi ég og skrifa“
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað leikmenn Frakklands fengu fyrir leikinn gegn Íslandi

Sjáðu hvað leikmenn Frakklands fengu fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“
433Sport
Í gær

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“
433Sport
Í gær

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna