fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Kári Árna ekki með Víkingum í sumar – Á leið í atvinnumennsku

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 16:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason mun ekki leika með liði Víkings R. í Pepsi-deild karla í sumar en hann er á leið í atvinnumennsku.

Kári samdi við Víking fyrir HM í sumar en athygli vekur að hann hefur ekkert komið við sögu eftir að mótinu lauk.

Víkingur staðfesti það fyrir leik gegn Val í dag að Kári væri á förum.

Tilkynning Víkings vegna Kára:

Knattspyrnudeild Víkings hefur veitt tyrknesku félagi heimild til að semja við Kára Árnason leikmann Víkings.

Víkingur og Kári höfðu komist að samkomulagi um að leikmaðurinn myndi leika með félaginu í Pepsí-deildinni í sumar en jafnframt var samkomulag milli aðila um að ef Kára byðist tækifæri í atvinnumennsku þá hefði hann heimild til að skoða það.

Tækifærið sem nú býðst Kára kom óvænt upp á síðustu dögum og var endanlega gengið frá samkomulagi í morgun um að Kári færi til Tyrklands.

Það hefur frá upphafi verið stefna bæði Kára og Víkings að hann myndi spila með félaginu í sumar og einungis smávægileg meiðsli sem hafa komið í veg fyrir að svo hafi getað orðið.
Það tækifæri sem Kára hefur nú boðist gefur honum tök á að framlengja atvinnumannaferil sinn um eitt ár áður en hann snýr til Íslands á ný.

Samkomulag er milli Víkings og Kára um að þegar hann snýr til baka frá Tyrklandi næsta vor þá muni hann leika fyrir Víking eins og til hafði staðið að hann myndi gera í sumar.

Víkingur þakkar Kára þann hlýhug sem hann hefur sýnt félaginu á liðnm mánuðum og óskar honum velgengni í því verkefni sem hann tekur sér nú fyrir hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Í gær

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Í gær

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Í gær

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu