fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Hannes: Það er bjart framundan

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson gengur stoltur frá borði er Ísland kveður HM í Rússlandi eftir þrjá leiki.

Hannes átti sjálfur flott mót með íslenska liðinu en eftir 2-1 tap gegn Króötum í kvöld eru strákarnir á heimleið.

,,Lokaflautið? Það var tómleg tilfinning. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu. Ég var sannfærður um að þetta myndi falla okkar megin í dag,“ sagði Hannes.

,,Ég var mjög sorgmæddur eftir lokaflautið og þegar maður áttaði sig á því að við værum dottnir út.“

,,Eftir annað markið þá vissi maður að þetta væri búið. Maður hafði fimm mínútur til að venjast því að við værum ekki að fara áfram. Okkur vantaði mark og við héldum að það væri að koma og svo skorar hann.“

,,Þetta er stærsta sviðið. Við vorum millimetra frá því að komast áfram og auðvitað munu þessi mörk sitja eftir sem mest svekkjandi.“

,,Þetta var stórkostleg upplifun. Ég sagði það einhvern tímann eftir EM að við gætum labbað stoltir frá fótboltaferlinum og við getum gert það ennþá frekar eftir þetta hér.“

,,Það er stórt afrek að komast hingað og við vorum einu marki, þangað til hann skorar, að komast áfram og það hefði verið ótrúlegra afrek.“

,,Það segir sig sjálft að þetta hefur verið ein samfleytt sigurganga síðustu ár og ef það er hægt að halda henni þá viljum við það.“

,,Við stefnum á næsta stórmót og ég horfi bara á það að við séum að fara þangað. Næsta mál er þjóðadeildin og svo er það EM. Það er bjart framundan.“

,,Það er æðislegt að taka þátt í þessu og það er stutt í það að maður geti ekki beðið eftir næsta verkefni en við þurfum næstu daga til að jafna okkur.“

Hannes reiknar með því að vera áfram hjá Randers á næstu leiktíð þrátt fyrir mjög gott HM.

,,Ég reikna með því. Það er það sem ég hef í hendi í dag, ef eitthvað nýtt kemur upp þá skoða ég það. Það hafa verið fyrirspurnig en það hefur milljón sinnum gerst og ekkert verður úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar