fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Blaðamannafundur Heimis í heild sinni – ,,Yrði erfitt að kveðja þetta landslið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hafði ýmislegt að segja í kvöld eftir 2-1 tap gegn Króatíu á HM.

Heimir og lærisveinar eru úr leik á mótinu eftir tapið en við vorum þó grátlega nálægt því að komast áfram á tímapunkti.

Hér má sjá blaðamannafund Heimis í heild sinni.

Geturðu farið yfir hvað fór í gegnum höfuðið á þér þegar voru 164 sekúndur sem ykkur vantaði bara eitt mark?

Í fyrsta lagi vil ég óska Króatíu til hamingju með sigurinn. Það er mjög heillandi hversu vel þeir hafa leikið á mótinu og við óskum þeim alls hins besta. Með þessi gæði yrði maður ekki undrandi ef þeir færu alla leið.

Leikurinn var eins og við áttum von á. Við höfum leikið svo marga leiki við þá. Við vissum að þeir yrðu meira með boltann. Fyrri hálfleikurinn var góður en svo fengum við mark á okkur eftir 8 mínútur í seinni hálfleik. Við höfum ekki leikið marga leiki gegn jafn sterkum andstæðingi og fengið jafn mörg góð færi. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni og hversu mikinn karakter strákarnir sýndu. Við vorum alltaf í möguleika en það var sjokkerandi að fá á sig markið. Við skildum allt eftir á vellinum og leikmenn eiga hrós skilið fyrir þennan leik. Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, við áttum möguleika alveg þangað til á síðustu mínútunum. Við erum allir vonsviknir, að sjálfsögðu.

Við hentum öllu fram, tókum varnarmann af velli og settum framherja inn með ferska fætur og stráka sem við vitum að geta skapað mörk. Hættan er alltaf sú að við opnum okkur baka til. Svona er fótboltinn, fallegur leikur en stundum er þetta erfitt.

Hvernig meturðu frammistöðu liðsins á mótinu?

Skrýtið að svara svona spurningu eftir tap. Ég held að við höfum átt mjög góðan leik í dag, mjög góðan leik gegn Argentínu og einn góðan hálfleik gegn Nígeríu. Við vissum að allar þessar þjóðir eru með leikmenn sem eru að spila í hærri gæðum. Mér fannst liðsheildin okkar vera það sem hún átti að standa fyrir. Skínandi frammistaða hjá liðsheildinni og ég get ekki verið annað en sáttur og stoltur. Við sýndum að við eigum heima hérna og getum keppt við þá bestu. Stundum er þetta stöngin inn og stundum stöngin út.

Vissirðu hvað var í gangi í Argentínu leiknum?

Já, við vissum það og fengum upplýsingar um stöðuna. Svona er tæknin í dag, við vissum stöðuna allan tímann. Í fyrri hálfleik vissum við að við þyrftum bara eitt mark. Við höfum oft leikið gegn Króatíu, við þurftum að vera þolinmóðir og mér fannst þetta mark vera á leiðinni. Að fá mark í bakið var erfitt en við gáfumst aldrei upp. Eins og ég segi, enn og aftur, ég er stoltur.

Heimir. Tímamót, hvernig eru næstu dagar og vikur hjá þér. Hversu erfitt yrði að kveðja þessa stráka eftir frammistöðu eins og í kvöld?

Ég vil ekki fara út í þetta. Ég er svo stoltur í dag, ekki bara af strákunum heldur af samstarfsmönnunum, starfsliðinu hjá kSí. Ég er í besta starfi í heimi og með frábæra samstarfsmenn. Við erum í mögnuðu samstarfi við stuðningsmennina og samstarfið við fjölmiðla hefur líka verið frábært. Það hefur ríkt heiðarleiki.

Þjálfarinn getur ekki verið í betra starfi eins og þetta hefur verið upp á síðkastið. Við höfum unnið með það í huga að þetta landslið er á vegferð. Þetta er eitt risaskref á þeirri vegferð, við erum að fara í þjóðadeild sem er risadeild og það er önnur viðurkenning sem þessir strákar eru búnir að vinna síðustu tvö ár.

Þar á eftir förum við í undankeppni EM þar sem við erum aldrei neðar en í 2. Styrkleikaflokki. Það yrði erfitt að kveðja þetta landslið en eins og ég segi, nú þurfum við að setjast og melta með okkur næstu skref en ég held að við getum gengið stoltir frá þessu heimsmeistaramóti og ég held að við getum fengið lof fyrir frammistöðu okkar á þessu móti.

Eru miklar líkur á að þú hættir og hvenær tekurðu ákvörðun?

Ég ætla að gefa mér allavega viku, tvær vikur. Ég þarf að taka smá afslöppun og hugsa um þetta og setjast svo niður með KSÍ eftir viku, tíu daga. Fínn tímapunktur fyrir mig og KSÍ að hugsa hvað við erum að gera vel og hvað er hægt að gera betur. Við erum undirbúnir fyrir þjóðadeildina, búnir að skoða Sviss og Belgíu. En tvær vikur eftir HM og svo förum við í að ræða framhaldið.

Ég held þú getir ekki verið svekktari en í dag. Við gerðum allt sem við gátum og getum horft í augun á hvor öðrum og borið höfuðið hátt. Við gáfum allt sem við gátum og það voru svo mörg tækifæri í þessum leik að auðvitað er maður svekktur. En það er ekki hægt að gefa meira en við gerðum.

Eitthvað einstakt við að vera hérna. Sast með fjölskyldunni í stúkunni fyrir leik, það sáu það allir á skjánum. Geturðu lýst þessu aðeins fyrir okkur?

Það var mikið að gera í gær og ég gat ekki hitt fjölskylduna í gær og sama í dag. Fyrst þau voru svona nálægt bekknum þá settist ég hjá þeim. Við fórum yfir hlutina hvernig við ætluðum að leggja Króata af velli. Ég sagði það síðast að það er svo margt mikilvægara í lífinu en fótbolti og eitt af því er fjölskyldan. Við reynum að finna þau gildi sem gefur okkur mest og eitt af því er fjölskyldan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Í gær

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“
433Sport
Í gær

Áhyggjufullir United-menn: ,,Ef þetta gerist þá erum við til skammar“

Áhyggjufullir United-menn: ,,Ef þetta gerist þá erum við til skammar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka við verðlaununum eftir leik – Gaf liðsfélaganum þau

Neitaði að taka við verðlaununum eftir leik – Gaf liðsfélaganum þau