fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Alfreð: Var brjálaður þegar ég var tekinn af velli

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason hefði viljað spila lengur í kvöld er Ísland mætti Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM.

Ísland er úr leik eftir dramatík í Rostov en Króatar höfðu að lokum betur 2-1.

Alfreð segist að sjálfsögðu vera svekktur með úrslitin en segir að allir Íslendingar geti þó verið stoltir.

,,Þetta er mikið svekkelsi, ekki spurning. Markmiðið sem við settum fyrir leikinn var að við gætum gengið stoltir frá borði eftir leik og við getum það svo sannarlega,“ sagði Alfreð.

,,Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við sköpum eins og mörg færi og tækifæri til að fá færi en því miður nýttum við þau ekki betur og þetta er munurinn á hæsta levelinu. Maður þarf að taka þessi móment þar sem maður er betri og svo var okkur refsað í lokin.“

,,Ég ætlaði að troða boltanum í nærhornið, ég veit ekki hvort ég hafi haft aðeins meiri tíma en mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta.“

,,Í fimm mínútur voru menn svekktir eftir leik en svo hélt Heimir stutta ræðu og talaði um það að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hérna.“

,,Yfir allt þá áttum við einn slakan hálfleik gegn Nígeríu en restin var á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag og við klöppum fyrir okkur og ákveðum það að við fögnum þessum góða árangri sem við náðum í kvöld.“

,,Það er ekki alveg búið að synca inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það, okkur langaði að vera lengur en í þessum riðli.“

,,Í þessum riðli, maður hefur séð hina leikina, það er ekkert give me five lið í þessum riðli, þetta er ógeðslega erfiður riðill og réðst á lokamínútunum. Að við höfum verið í séns fimm mínútum fyrir lok, það sýnir hversu langt við erum komnir.“

,,Ég vildi spila áfram, ég var með eitthvað extra energy og var með það á tilfinningunni að ég myndi skora en þjálfarinn tók þessa ákvörðun. Það er ekkert við því að segja. Hreinskilnislega var ég brjálaður yfir því að vera tekinn af velli en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans.“

,,Mér leið ógeðslega vel og ég fékk einhvern annan vind síðasta korterið, þó maður hafi ekki verið mikið í boltanum en maður beið eftir færinu sem var að koma. Við getum verið stoltir af frammistöðu liðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld