fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433Sport

Þetta þarf að gerast svo Ísland fari áfram í 16-liða úrslit

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Ísland mætti Nígeríu í öðrum leik riðlakeppninnar í dag en það voru þeir grænu sem höfðu betur 2-0.

Nígería er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina en Króatía sigur á toppnum með sex stig.

Ísland er svo í þriðja sæti riðilsins með eitt stig eftir tvo leiki, jafn mörg stig og Argentína sem er sæti neðar.

Markatala Íslands er þó betri eða -2 gegn markatölunni -3 hjá Argentínu en liðið tapaði 3-0 gegn Króatíu í gær.

Það þarf mikið að gerast svo Ísland komist í útsláttarkeppnina en við þurfum að treysta á að Argentína vinni Nígeríu, þó ekki með of mörgum mörkum.

Ísland þarf á sama tíma að vinna Króatíu en það er hægara sagt en gert miðað við spilamennsku þeirra á mótinu.

Markatalan gæti skipt öllu máli en ef Argentína vinnur til að mynda Nígeríu 3-0 og við vinnum Króatíu 1-0 þá fara Argentínumenn áfram á betri markatölu.

Ísland þarf að treysta á sigur gegn Króatíu og vona að Argentína vinni Nígeríu en með færri mörkum en Ísland skorar gegn Króötum.

Ef markatalan er jöfn er farið eftir hvað liðin skoruðu mörg mörk í riðlakeppninni en ef sú tala er jöfn er farið eftir innbyrðis viðureignum. Ef allt er jafnt þá mun FIFA draga um hvaða lið fer áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433Sport
Í gær

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi
433Sport
Í gær

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“