fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433Sport

Grínið hjá Agli breyttist fljótt í fúlustu alvöru: „Áreitið sem ég er að fá núna, ég hef aldrei séð annað eins“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áreitið sem ég er að fá núna í innhólfið, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz. Egill ákvað að slá á létta strengi á Instagram á dögunum og afleiðingar þess eru þær að hann fær um það bil 200-300 tölvupósta á dag.

Allir sem fylgst hafa með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi vita að vinsældir Rúriks Gíslasonar hafa aukist ótrúlega á Instagram. Fylgjendur hans eru nú rétt tæplega 700 þúsund en fyrir leikinn gegn Argentínu voru þeir um 30 þúsund.

Egill og Rúrik eru góðir félagar og á dögunum, um það leyti sem vinsældir Rúriks tóku mikinn kipp, ákvað Egill að setja inn færslu á Instagram þar sem hann sagðist vera umboðsmaður hans. Síðan þá hafa tölvupóstarnir hrúgast inn til Egils „Við erum félagar og ég var aðeins að slá á létta strengi í Instagram. En konur í Suður-Ameríku hafa ekki hugmynd um að ég sé að slá á létta strengi því áreitið sem ég er að fá núna í innhólfið, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Egill sem ræddi málið við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Ekki hægt að ræða suma hluti opinberlega

Þegar hann var spurður hvað konurnar eða stúlkurnar sem sendu honum tölvupóst vildu sagði Egill:

„Það er nú mismunandi. Margar eru að biðja um rómantískan kvöldverð, sumar eru að biðja um hluti sem við félagarnir getum ekkert rætt á Bylgjunni núna þar sem börn gætu verið að hlusta. Svo hafa nokkrar verið að stinga upp á því hvort hann geti aðstoða þær í að búa til son með þeim og svo framvegis. Ég þarf Google Translate til að skilja flest af því sem er verið að segja,“ sagði Egill.

„Þetta er mjög spes og þær eru mjög frakkar þarna í Suður-Ameríku. Þær láta allt flakka. Rúrik er náttúrulega ekkert eðlilega huggulegur, ég skil þetta og ég held það séu ekkert margir huggulegri menn til í heiminum en hann.“

200-300 póstar á dag

Andrés Jónsson almannatengill hefur bent á að Rúrik þyrfti í raun og veru að fá sér umboðsmann til að nýta sér þessar vinsældir, til dæmis hvað varðar fyrirsætustörf. Egill sagði að það muni eflaust gerast að sjálfu sér. „Hann er núna að skríða yfir 700 þúsund followers. Mig grunar að álagið muni keyrast vel upp í bókunum Afríkumeginn eftir leikinn gegn Nígeríu á föstudaginn. Þá kannski minnkar álagið þarna frá Suður-Ameríku og Afríka kemur upp á móti. Þetta gerist bara að sjálfu sér þegar þú ert kominn með svona marga fylgjendur á Instagram. Ég þarf bara að heyra í Rúrik og spyrja hann hvort ég eigi ekki bara að taka þetta að mér. “

Egill var að lokum spurður hversu marga tölvupósta hann fengi á dag. Egill sagðist í raun frekar telja tölvupóstana sem koma á hverri mínútu en hvern dag – svo margir væru þeir. „En ætli ég sé ekki að fá vel yfir 200-300 á dag, allavega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433Sport
Í gær

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi
433Sport
Í gær

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“