fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Fréttamaður ræddi við íslenskan stuðningsmann: Áttaði sig síðar á að hann er faðir leikmanns í liðinu – Myndband

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er fámennt land og það virðist aldrei hætta að koma heimspressunni á óvart. Flest okkar könnumst við einhvern í liðinu eða teyminu í kringum það, eða í það minnsta könnumst við einhvern sem gerir það.

Fyrir leik Íslands og Argentínu í gær tók erlendur fréttamaður viðtal við íslenskan stuðningsmann sem reyndist síðan vera faðir eins leikmanns í íslenska liðinu.

Umræddur fréttamaður heitir Michael Place og vinnur hann fyrir Xinhua-fréttaveituna í Kína. Hann var mættur fyrir utan Spartak-völlinn til að taka púlsinn á stuðningsmönnum fyrir leik og einn þeirra sem hann ræddi við var Guðmundur Örn Jóhannsson. Guðmundur er pabbi landsliðsmannsins Jóhanns Berg en það vissi Place ekki áður en viðtalið var tekið.

Í viðtalinu er Guðmundur spurður í leikinn og möguleika Íslands. Hann segir að Ísland eigi möguleika en hann sé persónulega sérstaklega spenntur því sonur hans er að fara spila. Þá kemur upp skemmtilegur svipur á fréttamanninn sem spyr hann út í hver sonur hans er. Þá kemur það upp úr krafsinu að sonurinn er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu