fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Sesselja, móðir Alfreðs: „Guð minn góður, þessi drengur á eftir að gera mig brjálaða“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má segja að ég hafi hugsað: Guð minn góður, þessi drengur á eftir að gera mig brjálaða,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs Finnbogasonar.

Íslensku strákarnir undirbúa sig nú fyrir stóru stundina á laugardag þegar flautað verður til leiks í fyrsta leik Íslands í lokakeppni HM. Alfreð Finnbogason verður væntanlega í eldlínunni á laugardag og segir móðir hans, Sesselja, að ástæða sé fyrir því að Alfreð hafi náð jafn langt sem knattspyrnumaður og raun ber vitni.

„Hann gefst aldrei upp, hann gefst aldrei upp. Aldrei,“ segir hún í viðtali við sjónvarpsfréttamann Deutsche Welle sem kom til Íslands á dögunum til að kynna sér knattspyrnuævintýrið á Íslandi: Hvernig svona lítil þjóð getur náð svona langt. Í þættinum er rætt við Alfreð en einnig móður hans sem varpar ljósi á yngri ár Alfreðs og þann mikla drifkraft sem hann sýndi til að láta draum sinn að gerast atvinnumaður rætast.

Af viðtalinu við Sesselju má ætla að Alfreð hafi verið býsna þrjóskur sem er stundum forsenda þess að fara alla leið á toppinn sem íþróttamaður.

„Seinna meir, þegar ég horfi til baka, þá skil ég af hverju hann er á þeim stað sem hann er á – því hann gefst aldrei upp,“ segir hún og bætir við: „Hann vill alltaf vera bestur í því sem hann gerir.“

Hún segist í raun hafa efast um að Ísland myndi ná að komast í lokakeppni HM en þó haft trú á að þeir hefðu hæfileikana til þess. „Og þegar þeim tókst það þá grét ég.“

Í þættinum er einnig rætt við Alfreð sjálfan og hann bendir á að styrkur íslenska liðsins felist í því að hvað leikmenn þekkja vel hvorn annan.

Þá er rætt við Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmann og knattspyrnuþjálfara, sem fenginn var til að ræða styrkleika íslenska liðsins. Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara
433Sport
Í gær

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?