fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sesselja, móðir Alfreðs: „Guð minn góður, þessi drengur á eftir að gera mig brjálaða“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má segja að ég hafi hugsað: Guð minn góður, þessi drengur á eftir að gera mig brjálaða,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs Finnbogasonar.

Íslensku strákarnir undirbúa sig nú fyrir stóru stundina á laugardag þegar flautað verður til leiks í fyrsta leik Íslands í lokakeppni HM. Alfreð Finnbogason verður væntanlega í eldlínunni á laugardag og segir móðir hans, Sesselja, að ástæða sé fyrir því að Alfreð hafi náð jafn langt sem knattspyrnumaður og raun ber vitni.

„Hann gefst aldrei upp, hann gefst aldrei upp. Aldrei,“ segir hún í viðtali við sjónvarpsfréttamann Deutsche Welle sem kom til Íslands á dögunum til að kynna sér knattspyrnuævintýrið á Íslandi: Hvernig svona lítil þjóð getur náð svona langt. Í þættinum er rætt við Alfreð en einnig móður hans sem varpar ljósi á yngri ár Alfreðs og þann mikla drifkraft sem hann sýndi til að láta draum sinn að gerast atvinnumaður rætast.

Af viðtalinu við Sesselju má ætla að Alfreð hafi verið býsna þrjóskur sem er stundum forsenda þess að fara alla leið á toppinn sem íþróttamaður.

„Seinna meir, þegar ég horfi til baka, þá skil ég af hverju hann er á þeim stað sem hann er á – því hann gefst aldrei upp,“ segir hún og bætir við: „Hann vill alltaf vera bestur í því sem hann gerir.“

Hún segist í raun hafa efast um að Ísland myndi ná að komast í lokakeppni HM en þó haft trú á að þeir hefðu hæfileikana til þess. „Og þegar þeim tókst það þá grét ég.“

Í þættinum er einnig rætt við Alfreð sjálfan og hann bendir á að styrkur íslenska liðsins felist í því að hvað leikmenn þekkja vel hvorn annan.

Þá er rætt við Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmann og knattspyrnuþjálfara, sem fenginn var til að ræða styrkleika íslenska liðsins. Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum