

Phil Babb fyrrum varnarmaður Liverpool segir að Mohamed Salah kantmaður félagsins sé í dag meira en 100 milljóna punda virði.
Salah kom til Liverpool fyrir tímabilið sem nú er í gangi fyrir 35 milljónir punda frá Roma.
Hann hefur skorað 21 mark í ensku úrvalsdeildinni og gjörsamlega slegið í gegn.
,,Þetta er vel yfir 100 milljónir punda núna, hann leikur sér að því að fara framhjá varnarmönnum,“ sagði Babb
,,Hann er ekki að labba framhjá krökkunum í garðinum á sunnudag, hann er að leika sér að heimsklassa leikmönnum eins og þeir séu ekki til.“