

Liverpool tók á móti Tottenham í gærdag í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í gær en það voru þeir Victor Wanyama og Harry Kane sem skoruðu mörk Tottenham.
Salah var magnaður í leiknum og var m.a valinn maður leiksins hjá öllum helstu fréttamiðlum Englands.
Eftir leikinn fór hann til ungs stuðningsmanns í stúkunni og gaf honum treyju sína en stuðningsmaðurinn hélt á miða þar sem hann var búinn að skrifa skilaboð til leikmannsins og biðja hann um treyjuna.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.
