

Hector Bellerin, bakvörður Arsenal segir að hann hafi allan tímann vitað að Mesut Ozil myndi framlengja við félagið.
Ozil skrifaði undir nýjan samning við félagið í vikunni sem gildir til ársins 2021 en hann var að renna út á samning.
Hann ákvað hins vegar að framlengja við félagið og er nú launahæsti leikmaður liðsins og næst launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það vissu allir hjá félaginu að hann væri ekki að fara neitt,“ sagði Bellerin.
„Hann er strákur sem elskar London, elskar Arsenal og hann verður alltaf mjög pirraður þegar að okkur gengur illa.“
„Þegar að þú sér ástríðuna sem hann hefur fyrir félaginu þá áttaðiru þig á því að hann væri ekki að fara neitt,“ sagði hann að lokum.