fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
433Sport

Besta íslenska landslið allra tíma: Tómas Þór velur sitt lið – ,,Besti varnarmaður besta íslenska landsliðs sögunnar er sjálfvalinn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. desember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að velja besta landslið allra tíma getur verið flókið og aldrei verða allir sammála um slíkt.

Guðmundur Benediktsson, gefur út bók þessi jólin og þar velur hann meðal annars besta íslenska karlalandslið allra tíma. Liðið sem Guðmundur stillir upp er skemmtilegt en þar vantar líka marga frábæra leikmenn, enda erfitt að koma öllum fyrir þegar aðeins 11 pláss eru í liðinu.

Við fengum nokkra öfluga einstaklinga til að stilla upp sínu besta landslið. Liðin litast því af þeirri staðreynd að menn eru fæddir á mismunandi aldri og sumir tóku þá ákvörðun að velja aðeins leikmenn sem þeir fylgdust með.

Óhætt er að fullyrða að fáir hafi fylgist jafn náið með landsliðinu á síðustu árum eins og Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttmaður hjá Stöð2. Tómas hefur lengi starfað sem fréttamaður og þekkir því landsliðið betur en flestir.

Meira:
Besta íslenska landslið allra tíma: Hörður Magnússon velur sitt lið – ,,Ásgeir að mínu mati sá besti sem við höfum átt“
Gummi Ben velur besta landslið allra tíma: Stjörnur eru í frystinum – Fimm í liðinu í dag

Tómas Þór Þórðarson – Íþróttafréttamaður hjá Stöð2
Fæðingarár – 1984

Breiðhyltingurinn hefur kannski ekki náð sömu hæðum og Árni Gautur á félagsliðaferlinum en á þeim 25 árum sem ég hef fylgst með landsliðinu hefur enginn verið jafnstöðugur og átt jafnmarga stórleiki og Hannes Þór. Ótrúleg saga.

Varnarlínan er með alvöru karakterum, besti varnarmaður besta íslenska landsliðs sögunnar er sjálfvalinn. Kári Árnason enn og aftur að sýna mikilvægi sitt á þessum síðustu og verstu. Kóngurinn í teignum, leiðtogi og bara einfaldlega frábær miðvörður. Miðvarðarteymið sem Ragnar Sigurðsson hefur skipað með Kára er það besta í sögunni enda hefur liðið náð sögulegum árangri. Ótrúlegar margar lykiltæklingar á lykilstundum í gegnum tíðina. Geggjaður leikmaður. Við höfum átt marga góða miðverði en Guðni Bergsson á hátindinum var ekkert eðlilega góður. Öskufljótur, sterkur, góður skallamaður og mikill leiðtogi á vellinum. Hefði auðvitað átt að spila miklu fleiri leiki.

Á miðsvæðinu verður kannski ekki mikið varist hægra megin í mínu liði en af þessum sem ég byrjaði að horfa á þegar að ég var gutti var Arnór Guðjohnsen einn af fáum í baráttuglöðu íslensku liði sem hafði svo mikinn WOW-factor. Stundum hreinlega skildi ég ekki hlutina sem hann var að gera inn á vellinum. Þetta var svo óíslenskt. Fyrirliði þjóðarinnar, Aron Einar, og besti fyrirliði sögunnar er að sjálfsögðu í mínu liði. Hefur alltaf verið mikill leiðtogi en er einnig orðinn, fyrir löngu síðan, frábær miðjumaður sem stýrir liðinu eins og herforingi. Einn allra mikilvægasti leikmaður besta landsliðs sögunnar. Ekki er hægt að sleppa þeim leikjahæsta. Rúnar, stýrði miðjunni í mjög mismunandi og stundum ansi döprum landsliðum en sýndi alltaf gæði sín. Manni leið alltaf vel með Rúnar á boltanum sem var kannski alveg það sama og hægt var að segja um marga samherja hans. Besti landsliðsmaður sögunnar er í liðinu. Þetta er Gylfi Þór Sigurðsson. Orð eru óþörf. Jóhann Berg, einn besti sóknarleikmaður sem við höfum átt sem hefur bætt sig nánast með hverjum leik. Orðinn frábær varnarmaður sömuleiðis og einn af mikilvægustu mönnum þessa magnaða liðs okkar í dag.

Í framlínunni er ég með bestu pjúra níuna í sögunni. Raðaði inn mörkum reyndar á tiltölulega stuttu tímabili en mörkin telja í þessu og Kolbeinn gat/getur svo sannarlega skorað þau þegar að hann er í toppstandi. Með honum er Eiður Smári, besti leikmaður frá Íslandi sem ég hef séð spila fótbolta. Sá markahæsti frá upphafi og bara sá besti þegar talað er um hæfileika á þeim tíma sem ég hef horft á landsliðið.

3-4-1-2
Hannes Þór Halldórsson
Kári Árnason – Guðni Bergsson – Ragnar Sigurðsson
Arnór Guðjohnsen – Aron Einar Gunnarsson – Rúnar Kristinsson – Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Kolbeinn Sigþórsson – Eiður Smári Guðjohnsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Stórfurðuleg auglýsing með Ronaldo í aðalhlutverki

Stórfurðuleg auglýsing með Ronaldo í aðalhlutverki
433Sport
Í gær

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hermann fékk ekki greidd laun – Sagði upp störfum

Hermann fékk ekki greidd laun – Sagði upp störfum