fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Arnar Sveinn um dauðann og jólin: ,,Leyfum okkur að sakna þeirra sem hafa kvatt okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, varnarmaður Vals hefur verið duglegur að ræða sorgina og hvernig það er fyrir ungan dreng að vinna úr því að missa móðir sína. Arnar skrifar ítarlegan pistil á Vísir.is í dag.

Arnar missti móður sína aðeins 11 ára gamall en hún greindist með krabbamein og tapaði þeirri baráttu. Þau voru mjög náin.

Arnar bjó mikið erlendis en faðir hans, Geir Sveinsson var frábær handboltamaður á sínum tíma og ferðaðist mikið.

Arnar hefur síðustu mánuðina verið duglegur að tjá sig um málið og verið að leita sér hjálpar til að vinna loks almennilega úr sorginni.

Hann skrifar um jólin og dauðann í dag í pistil sem Vísir.is birtist.

,,Dauðinn á ekki að vera eitthvað sem við óttumst. Dauðinn á að vera tenging okkar við lífið. Hann á að minna okkur á það hversu heppin við erum að vera á lífi. Hann á að minna okkur á það að lifa hvern dag eins og hann sé okkar síðasti. Af því að við vitum aldrei hvenær sá síðasti kemur,“ skrifar Arnar.

,,Leyfum okkur að minnast þeirra sem hafa kvatt okkur. Leyfum okkur að sakna þeirra. Leyfum þeim að vera hluti af okkur. Verum ekki hrædd um að það muni ræna okkur gleðinni af öllu hinu. Finnum þeim þess í stað farveg í gleðinni. Þannig lifnar minning þeirra við. Þannig tökum við sorgina, söknuðinn og erfiðleikana í sátt. Þannig, á endanum, tökum við dauðann í sátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð

Sjáðu Alfreð á sjúkrahúsinu eftir vel heppnaða aðgerð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?
433Sport
Í gær

Deildarbikarinn erfiðari en Meistaradeildin?

Deildarbikarinn erfiðari en Meistaradeildin?
433Sport
Í gær

Bestu leikmenn Englands samkvæmt tölfræðinni – Hazard á toppnum

Bestu leikmenn Englands samkvæmt tölfræðinni – Hazard á toppnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári grínast í Gylfa eftir frábæra frammistöðu – Sjáðu hvað hann sagði

Eiður Smári grínast í Gylfa eftir frábæra frammistöðu – Sjáðu hvað hann sagði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi: Fallegt og blautt gras gerði De Gea erfitt fyrir

Gylfi: Fallegt og blautt gras gerði De Gea erfitt fyrir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hetjurnar í París fá verðlaun: Reyndu að bjarga Notre Dame

Hetjurnar í París fá verðlaun: Reyndu að bjarga Notre Dame
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“