fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Tryggvi var enginn draumur fyrir þjálfara – ,,Snælduvitlaus og hundleiðinlegur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. desember 2018 20:00

Mynd: ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi ræðir allan ferilinn og þar á meðal byrjunina en hann er uppalinn í Vestmannaeyjum.

Tryggvi var mjög góður í bæði handbolta og fótbolta og var útlit fyrir að hann myndi velja handboltann frekar um tíma.

Hann viðurkennir að hafa verið mjög erfiður krakki og var enginn draumur þjálfara á yngri árum.

,,Það er erfitt að muna. Líklega snemma, hlýtur að vera. Ég hafði ekkert endilega meiri áhuga á fótbolta en handbolta en það var svona íþróttáhugi í Vestmannaeyjum,“ sagði Tryggvi um hvenær hann byrjaði að hafa áhuga á fótbolta.

,,Það var handbolti á veturna og fótbolti á sumrin og stundum golf. Það var bara nóg að gera.“

,,Ég skoraði mikið en ég var hundleiðinlegur. Það var bullandi skap í mér sem ég þurfti að taka á þegar ég var eldri. Ég var snælduvitlaus.“

,,Ég fékk einu sinni gult spjald og ég sló spjaldið úr höndum dómarans sem þýddi rautt spjald og svona. Það hefur alltaf verið brjálað keppnisskap í mér.“

,,Það var erfitt að hemja mig og margir sem þjálfuðu mig í yngri flokkum hafa einmitt talað um það.“

Þegar Tryggvi var að byrja voru liðin Þór og Týr í Eyjum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hversu mikill rígurinn þar á milli var.

,,Ég byrjaði í Þór og var þar lengi en svo var einn þjálfari í Týr sem var skotinn í mér og lokkaði mig yfir.“

,,Ég get ekki sagt með strætómiðum, það var enginn strætó í Vestmannaeyjum en hann fékk mig yfir.“

,,Það var bullandi rígur á milli. Maður áttaði sig ekki á þessu ungur en þetta var á milli eldra fólksins. Þór og Týr, það var mikill rígur þar á milli en það er búið að sameina þetta í dag.“

,,Ég var í U16 og U18 í handbolta. Ég var í vinstra horninu og ég var ekki í U16 og U18 í fótbolta og var því býsna nálægt því að velja handbolta.“

,,Ég var þar þangað til að það kom að þeim punkti að ég þurfti að velja.

Umræðan hefst strax í byrjun í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“