fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433Sport

Forsetinn hefur ekki áhuga á að gangast að því sem Kolbeinn fer fram á

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið erfiðlega fyrir Kolbein Sigþórsson, framherja Nantes að losa sig burt frá félaginu.

Waldemar Kita forseti félagsins hefur staðið í deilum við íslenska framherjann, hvernig og hvort hann fari frá félaginu nú í janúar.

Kita og Nantes hafa ekki neinn áhuga á að nota Kolbein, sama þó að heilsa hans sé góð og hann geti hjálpað liðinu innan vallar.

Kolbeinn vill komast burt frá Nantes en samkvæmt foresetanum vill hann fá samning sinn greiddan út, ef hann á að fara.

Samningur Kolbeins er til ársins 2020 og Kita hefur ekki áhuga á að borga hann út.

,,Þetta gengur erfiðlega, við höfum reynt að finna grundvöll fyrir samkomulagi en Kolbeinn vill samning sinn greiddan að fullu og það gengur aldrei upp,“ er haft eftir Kita í frönskum miðlum.

Kolbeinn kom til Nantes árið 2015 og gerði þá fimm ára samning við franska félagið en meiðsli hafa sett stórt strik í dvöl hans hjá félaginu.

Kolbeinn lék með íslenska landsliðinu í haust en vonast er til að framherjinn knái komist á flug á nýjan leik, það myndi hjálpa landsliðinu mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vildu ekkert með Van Dijk hafa: ,,Eins og að vera stunginn í bakið“

Vildu ekkert með Van Dijk hafa: ,,Eins og að vera stunginn í bakið“
433Sport
Í gær

Aron sneri aftur á völlinn: ,,Takk fyrir hjálpina á þessum erfiðu tímum“

Aron sneri aftur á völlinn: ,,Takk fyrir hjálpina á þessum erfiðu tímum“
433Sport
Í gær

Bjarki hrósar Gylfa: ,, Þessi media-trained viðtöl eru það leiðinlegasta sem maður horfir á“

Bjarki hrósar Gylfa: ,, Þessi media-trained viðtöl eru það leiðinlegasta sem maður horfir á“
433Sport
Í gær

Aron Einar birtir myndir af sínum stærstu aðdáendum: Sjáðu strákana hans horfa stolta á landsleikinn

Aron Einar birtir myndir af sínum stærstu aðdáendum: Sjáðu strákana hans horfa stolta á landsleikinn
433Sport
Í gær

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi eftir mikilvægan sigur: Heimsklassa slútt hjá Viðari

Gylfi eftir mikilvægan sigur: Heimsklassa slútt hjá Viðari
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“