fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Viðar fékk óvæntar fréttir fyrir EM í Frakklandi: Þetta var rosalega vont

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson sem spilar með Rostov í Rússlandi.

Viðar hefur átt ansi litríkan feril en hann hefur spilað í Skandinavíu, Ísrael og líka í Kína sem var áhugavert skref.

Viðar er 28 ára gamall framherji en hann á að baki 19 landsleiki fyrir Ísland.

Viðar fékk ekki að fara með landsliðinu á EM árið 2016 er hann lék með Malmö í Svíþjóð.

Viðar hafði fengið að spila í undankeppninni en fékk svo ekki pláss í lokahópnum sem var óvænt.

Hann viðurkennir að hann hafi búist við kallinu og var það mikill skellur er hann heyrði fréttirnar.

,,Það kemur smá stress í mann þegar það er verið að fara að velja en þegar maður hugsar um tölfræðina, þú ert alltaf í hópnum og nýbúinn að komast í gang með Malmö,“ sagði Viðar.

,,Ég var smeykur að ef ég hefði ekki komist í gang þá hefði ég skilið það því ég gat ekkert í sjö eða átta leikjum. Ég var samt frekar viss um að ég yrði valinn, útaf öllum þessum hópum.“

,,Svo er ég ekki valinn og það var rosalega vont. Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Ég hugsaði ‘ég get bara ekki neitt’ og fór lengst niður.“

,,Það var erfitt að fylgjast með EM. Mig langaði að vera þarna vel og svo gekk þeim extra vel og það gerir það erfiðara.“

,,Segjum að þeir hefðu ekki komist úr riðlinum, auðvitað vill maður vera með en að ganga svona vel þá langar manni að vera með strákunum á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu