fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Hélt að Tryggvi væri írskur fyrstu tvær vikurnar: ,,Þórður Guðjóns var píndur þarna eins og ég“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi vann með Tony Pulis hjá Stoke en hann var þjálfari félagsins á þessum tíma.

Pulis er ekki of vinsæll á Íslandi en hann hefur í gegnum tíðina farið illa með íslenska leikmenn og hefur lítið viljað nota þá.

Tryggvi var lánaður til Stoke í nokkra mánuði en það var alls ekki ákvörðun Pulis að fá hann til félagsins.

,,Ég var eiginlega fenginn í Stoke af eigandanum án þess að Tony Pulis vissi af því,“ sagði Tryggvi.

,,Tony Pulis hélt til dæmis að ég væri Íri fyrstu tvær vikurnar. Ég var búinn að skrifa undir samning við FH svo ég var lánaður til Stoke.“

,,Annað en Þórður Guðjóns sem samdi við Stoke og var þar píndur eins og ég en þetta var samt fínn tími.“

,,Ég held að þetta hafi gert gott fyrir mig að fá að vera á Englandi í Stoke í febrúar, mars og apríl að æfa með alvöru mönnum og við góðar aðstæður og koma svo heim til Íslands beint í mótið.“

,,Tony Pulis er rosalega næs, hann talar alltaf um hvað maður er yndislegur og æðislegur og að standa sig vel en svo fær maður ekkert til baka.“

,,Ég veit það ekki. Svona var þetta bara. Ég fann aldrei fyrir hatri frá honum en þetta var skrítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“