fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Grindvíkingar voru stórhuga þegar þeir fengu Breta sem var þekktur fyrir að djamma og djúsa: ,,Úti er ævintýri“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. desember 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það vakti mikla athygli þegar Lee Sharpe, stórstjarna úr enskum fótbolta samdi við Grindavík árið 2003. Sharpe hafði hrunið hratt niður stigann í fótboltanum en hann var oft sagður drykkfelldur í enskum blöðum.

,,Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur gengið til liðs við úrvalsdeildarlið
Grindavíkur í fótbolta. Ferill Sharpe hefur verið á niðurleið síðan hann gekk til liðs við Leeds frá United árið 1996. Síðasta félagið sem hann lék með var enska 3. deildarliðið Exeter. Þar fékk hann borgað fyrir hvern leik sem hann spilaði. Sharpe varð m.a. þrefaldur deildarmeistari með United auk þess sem hann var valinn efnilegasti leikmaður Englands árið 1991,“ það var svona sem Fréttablaðið skrifaði um málið.

Frétt úr DV frá 2003:
Félagsskipti Lee Sharpe til Grindavikur í vor var áberandi í breskum fjölmiðlum í gær og vekur þetta uppátæki kappans greinilega mikla athygli. SKY-fréttastofan segir frá því að Sharpe hafi heimsótt fiskibæinn Grindavík fyrir tveimur vikum og litist vel á aðstæður. Hann hafi í framhaldinu skrifað undir samning hjá félaginu og muni hefja æfingar með liðinu þegar farið verður í æfingaferð til Spánar í Apríl. Einnig er viðtal við Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Grindavíkur, þar sem hann segist vona að koma Lee Sharpe verði mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu. Þá er borinn saman heimavöllur Grindavíkur og Old Trafford, heimavöllur Manchester United, félagið sem Sharpe ólst upp hjá. Segir SKY hann vissulega vera lítinn en þó sé ekki vitað um mörg dæmi þess að heimavóllur félags rúmi meira en helming allra íbúa bæjarins og vel það, eins og raunin er í Grindavík. En sumir fjölmiðlar fjölluðu meira um ísland á háðslegu nótunum og gerðu óspart grín að knattspyrnuaðstæðum landsins. Fjallað var um ísland sem heimaland söngkonunnar Bjarkar og að Sharpe væri mikið fyrir að borða síld. Þá var birt mynd af húsi á íslandi sem átti að lýsa heimkynnum Sharpe í sumar en sú mynd virtist vera af eyðibýli í niðurniðslu.

Sharpe hafði það orð á sér að vera mikið á djamminu og Ingvar Guðjónsson sagði við Morgunblaðið að Grindavík væri því góður staður fyrir hann. „Við höfum heyrt að Sharpe sé „nátthrafn“ og hafi stundað næturlífið af miklum krafti. Að okkar mati er Grindavík góður staður til þess að hefja nýtt líf undir öðrum formerkjum,“ bætir Ingvar við.

Ömurleg einkunn fyrir fyrsta leik

DV hreifst ekki af Sharpe í fyrsta leik og þar fékk hann 1 i einkunn fyrir leik sinn. ,,Lee Sharpe spilaði fyrsta alvöruleik sinn fyrir Grindavík og það er óhætt að segja að það vanti mikið upp á að vera kappans i liðinu geti gert gæfumuninn fyrir það. Hann virkaði þungur, þreyttur og áhugalaus og skapaði enga hættu í þau fáu skipti sem hann fékk boltann. Það verður reyndar að segjast honum til vorkunnar að aðrir leikmenn liðsins gerðu ekkert til að koma honum inn í leikinn heldur dældu löngum boltnum fram, boltum sem enduðu yfirleitt í hrömmum vindsins,“ sagði í DV.

Úti er ævintýri:

Ástarævintýri Grindvíkinga og ensku knattspyrnustjörnunnar Lees Sharpes er væntanlega á enda og var endirinn ekki sá sem Grindvíkingar höfðu samið. Sharpe meiddist fyrir viku þegar hann tognaði aftan
í læri. Nú hefur komið í Ijós að meiðslin eru verri en í fyrstu var talið og verður hann frá í 4-6 vikur í viðbót. Því hafa Grindvíkingar ákveðið að senda hann heim.

„Þetta er mikið áfall þar sem við erum að missa mikilvægan leikmann út úr leikmannahópnum og
það er slæmt mál,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavflcur, í samtali við DV-Sport um málið. Samningur Sharpe við Grindvíkinga gildir leik frá leik og því hafa þeir ákveðið að leyfa honum að halda heim á leið og munu ræða við hann á ný þegar hann hefur jafnað sig af meiðslunum. Sharpe lék ekki aftur fyrir Grindavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Í gær

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“