fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433Sport

Elmar vildi ekki mæta í landsliðsverkefni og fór í afmæli: Ég leit aðeins of stórt á mig

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar ákvað að hætta í landsliðinu árið 2009 en hann var þá óánægður með stöðu sína í liðinu.

Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari á þeim tíma en Elmar var ekki fyrsti kostur, eitthvað sem hann sætti sig ekki við.

Hann ákvað að tilkynna Óla það að hann væri hættur í landsliðinu áður en hann baðst afsökunar og sneri aftur nokkru síðar.

,,Það var bara þessi hvatvísi, cocky einstaklingur sem leit aðeins of stórt á sig,“ sagði Elmar.

,,Ég man ekki hvort ég hafi ekki verið í hóp eða hvort mér fannst ég bara betri en þeir sem voru fyrir framan mig. Ég held að ég hafi ekki verið í hóp.“

,,Þeir tóku auka mann inn í hópinn því það var einhver tæpur og svo var hann fyrir framan mig.“

,,Svo hringdi ég í Óla og sagði að ég myndi ekki mæta í seinni leikinn. Ég fór í afmæli til brósa í staðinn og það var ástæðan.“

,,Ég man ekki hvað það tók mörg ár þangað til ég fékk aftur sénsinn. Ég fékk aftur sénsinn hjá Óla.“

,,U21 landsliðið fékk forgang og það vantaði menn og ég var þá búinn að hringja í Óla og biðjast afsökunar á hvernig ég var. Hann tók mig í sátt og gaf mér sénsinn aftur.“

,,Svo leið smá tími aftur þar til að Lars kom. Ég var í fyrsta hóp hjá Lars [Lagerback] sem átti að fara til Japan en svo sleit ég krossband hjá Randers.“

Meira:
Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“
Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433Sport
Í gær

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi
433Sport
Í gær

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“