fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar tók stórt skref þegar hann var aðeins 17 ára gamall en hann samdi við skoska stórliðið Celtic.

Hann hafði vakið athygli með KR hér heima og skrifaði í kjölfarið undir hjá Celtic sem er risastórt félag.

Hann viðurkennir að breytingin hafi verið mikil en hann var mikið einn í Skotlandi og þurfti að þroskast mjög fljótt.

,,Það var mikil breyting. Maður var alltaf mikill mömmustrákur úr Vesturbænum,“ sagði Elmar.

,,Maður þurfti að læra að standa á eigin fótum fljótt. Það eru ýmsar freistingar og annað sem maður kannski hefði óskað sér að maður hefði ekki látið freistast.“

,,Það er ekkert sem ég sé eftir þó að ég hefði gert fullt af hlutum öðruvísi. Ég á fullt af minningum sem ég sé ekki eftir í staðinn. Mögulega hefði ég náð eitthvað lenga í fótbolta ef hausinn hefði verið betur skrúfaður á.“

Elmar fékk betur borgað en áður hjá Celtic og segir að hann hafi verið mjög slæmur þegar kom að peningum á yngri árum.

,,Þú átt engan pening og svo áttu allt í einu töluvert af pening. Þú ert einn, það er enginn að pæla í því hvað þú gerir. Það er enginn að halda utan um þig í svona stóru liði, þú ert bara einn og átt að mæta á æfingar. Þegar æfingin er búinn ertu á eigin fótum og enginn að pæla í þér.“

,,Auðvitað er maður ungur og vitlaus og strákarnir fara á djammið og þú ferð með. Svo er þarna casino sem er spennandi í fyrsta skiptið. Maður kann ekkert að fara með peninga.“

,,Maður fór ekki í gegnum þetta sem flestir fara í gegnum, að vera námsmaður með lítið á milli handanna og þarf að læra að passa upp á peninginn. Þú ferð frá núll upp í hundrað. Það er hægara sagt en gert að meðhöndla það.“

,,Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og ég er svona spennufíkill. Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til um mánaðarmótin.“

,,Maður fór bara og keypti sér núðlur og það var það sem maður át út mánuðinn og svo byrjaði þetta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu