fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. desember 2018 20:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar hefur átt frábæran feril í atvinnumennsku í 13 ár og gert það gott, nú er hann á tímamótum.

Elmar ræddi erfitt mál en hann varð fyrir miklu áfalli árið 2009 er hann lék með Lyn í Noregi.

Bróðir Elmars lést árið 2009 og var það auðvitað gríðarlegt áfall. Hann hafði verið í erfiðleikum með fíkn og fleira og tók sitt eigið líf.

Elmar er á góðum stað í stað og þó að hann sakni bróður síns en þeir voru mjög nánir er þeir voru yngri.

Hann var aðeins 22 ára gamall þegar hann fékk fréttirnar en viðurkennir að að þetta hafi ekki komið upp úr þurru.

,,Það er auðvitað mikið sjokk og mikill skellur. Það er erfitt fyrir hvern sem er að fara í gegnum það,“ sagði Elmar.

,,Þetta kom ekki eins og einhver þruma úr heiðskýru lofti. Það höfðu verið erfiðleikar með óreglu og annað. Þetta var vissulega mjög erfitt.“

,,Ég á gott bakland og góða konu sem var þarna hjá mér og við studdum hvort annað í gegnum þetta.“

,,Manni þarf að líða ansi illa til að taka svona ákvörðun og ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona.“

,,Auðvitað vil ég að allir geti leitað sér hjálpað og vona að þetta lagist en á þeim stað sem hann var þá held ég að hann sé á betri stað núna en hann var á þá.“

,,Samband okkar var mjög gott og við vorum mjög nánir á okkar yngri árum en svo þegar menn fara í svona óreglu þá missir maður sambandið.“

,,Rétt áður en þetta gerðist þá hafði hann verið í heimsókn hjá mér. Hann kom á minn fyrsta landsleik í Svíþjóð og var alltaf dyggur stuðningsmaður minn.“

,,Þetta var mikill skellur en eins og ég segi þá hjálpaði þetta mér að koma fótunum á jörðina og líta á lífið frá öðrum hliðum og sjá hvað er mikilvægt.“

,,’Hefði ég átt að vera í meira sambandi, hefði ég átt að gera, hefði ég átt að gera hitt.’ Ég held að allir sem ganga í gegnum þetta hugsi alltaf svona. Maður fær alltaf svona samviskubit.“

,,Þetta er bara fíkn og veiki og það virðist erfitt fyrir marga að rífa sig upp úr því þegar maður er sokkinn svona djúpt. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir aðstandendur að átta sig á hvernig maður á að haga sér eða hvað er rétt að gera.“

,,Ég held að það sé best að leita sér sérfræðiaðstoðar og tala við sem flesta sem hafa gengið í gegnum þetta. Ég er búinn að vinna á mínum tilfinningum og er á góðum stað þó að það sé alltaf söknuður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Í gær

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“