fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433Sport

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, 19 ára knattspyrnumaður hefur orðið að stjörnu á nokkrum mánuðuðum. Flestir sem fylgjast vel með knattspyrnu vissu lítið sem ekkert um Arnór í sumar. Arnór var þá að gera það gott með Norrköping í Svíþjóð en fáir fylgdust með framgöngu hans.

Saga Arnórs sem verður rakin í þessari frétt er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt, strákurinn af Skaganum hefur orðið að stjörnu á einni nótt, ef þannig má komast að orði. Sagan náði hátindi sínum í gær þegar Arnór skoraði og lagði upp mark á einu sögufrægasta sviði fótboltans, Santiago Bernabeu í Madríd.

Foreldrarnir knattspyrnufólk:

Arnór fæddist árið 1999 og er Skagamaður í húð og hár, foreldrar hans eru Sigurður Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir. Bæði voru frambærilegt knattspyrnufólk, Sigurður lék með ÍA og Fylki og var meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2001. Margrét Ákadóttir, móðir hans á að baki 10 A-landsleiki á ferli sínum en hún lék með ÍA og Breiðabliki á ferli sínum. Arnór virðist hafa fengið knattspyrnuhæfileika foreldra sinna í vöggugjöf, tekið það besta frá báðum aðilum og sameinað í þeim frábæra leikmanni sem hann er í dag.

 

View this post on Instagram

 

Mætt á Bernabeu Real-CSKA ⚽️⚽️💪💪

A post shared by Sigurður Sigursteinsson (@siggisigursteins) on

Var efnilegur piltur sem lítið fór fyrir:

Arnór vakti oft athygli þegar hann var ungur fyrir snilli sína og 16 ára gamall var hann kominn í U17 ára landslið Íslands, það er þó aðeins þrjú ár síðan. Ekki fór mikið fyrir Arnóri þegar hann var yngri, Arnór var ekki orðinn þekktur á Íslandi áður en sænska félagið, Norrköping festi kaup á honum. Þangað hélt Arnór um mitt ár, 2017. Hjá Norrköping tók Arnór sér nokkra mánuði að koma sér inn í hlutina, forráðamenn félagsins höfðu mikla trú á pilti en bjuggust ekki við að hann myndi stimpla sig inn í aðalliðið fyrr en eftir þetta tímabil sem var að klárast, þar í landi. Arnór lék átta leiki á fyrstu leiktíð sinni en það var svo í ár sem að stjarna hans tók að skína. Arnór varð lykilmaður í liðinu og var einn besti leikmaður sænsku deildarinnar. Það vakti athygli og gullið í Rússlandi kom kallandi.

Arnór sem ungur drengur

Keyptur til Moskvu

Það kom mörgum á óvart þegar Arnór var keyptur til stórliðsins, CSKA Moskvu í sumar. Félagaskiptin gengu í gegn þann 31 ágúst. Rússarnir borguðu um 700 milljónir íslenskra króna fyrir pilt. Enn á ný var búist við að það gæti tekið Arnór einhvern tíma að fóta sig á stærra sviði, CSKA leikur í sterkari deild en Arnór hafði kynnst og að auki er liðið í Meistaradeild Evrópu. Arnór byrjaði nokkuð rólega og kom inn af bekknum, hann lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA þann 19 september. Leikurinn var gegn Viktoria Plzen og þar varð Arnór yngsti Íslendingurinn til að koma við sögu í Meistaradeildinni. Fyrsta mark hans kom svo gegn Roma í sömu keppni þann 7. nóvember. Fyrsta markið hans í deildinni í Rússlandi kom svo fjórum dögum síðar gegn stórliði Zenit frá Pétursborg. Lygilegur framgangur fyrir unga piltinn frá Akranesi.

Fyrsti landsleikur og draumurinn í Madríd

Margir höfðu kallað eftir því í haust að Erik Hamrén myndi kalla Arnór í íslenska landsliðið og það gerðist í nóvember. Arnór þreytti frumraun sína í Þjóðadeildinni gegn Belgum. Hann byrjaði leikinn og framganga hans vakti athygli. Það var svo í gær sem að síðasti kaflinn á þessu magnaða ári Arnórs var skrifaður. Hann var í byrjunarliði CSKA sem heimsótti Real Madrid, liðið sem hefur unnið þessa bestu keppni í heimi þrjú ár í röð. Arnór var stjarnan á sviðinu, þarna skoraði hann og lagði upp í sigri. Til að toppa allt voru 16 aðilar úr fjölskyldu hans mættir til að horfa á. Eins og Arnór orðaði það á Instagram. ,,Orð eru óþörf.“

 

View this post on Instagram

 

No words needed.

A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433Sport
Í gær

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi
433Sport
Í gær

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“